Raddir gærdagsins Ögmundur Jónasson skrifar 7. september 2009 06:00 Ögmundur Jónasson skrifar um orkumál og stjórnmálaumræðu Tveir gamlir stjórnmálajaxlar leggja undir sig leiðarsíðu Fréttablaðsins um helgina. Annar skrifar leiðara, hinn pólitíska fréttaskýringu. Leiðarahöfundurinn er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, stjórnmálagreinandinn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Einhvern veginn fannst mér skrif þeirrra beggja vera svolítið fyrrverandi. Jón Sigurðsson, framsóknarmaður, segist vilja fá einkaaðila til að fjárfesta í orkuiðnaði. Þeir komi inn með svo mikla peninga og þekkingu: „Við þurfum að sækja þekkingu, viðskiptatengsl og fjármagn þangað sem þessa hluti er besta að finna ...." Leiðarinn gengur meira og minna út á að réttlæta aðkomu fjármagns í einkaeigu; að gagnvart því megi ekki ala á „tilefnislausri tortryggni". Jón Siguðrssson segir að við megum alls ekki rugla saman auðlindum á láði og legi við auðlindir mannauðsins. Engar auðlindir komist „í hálfkvisti við auðlindir fólksins sjálfs". Hér mun vera átt við menntun og atgervi þjóðarinnar. Spurningin sem Jón Sigurðsson svarar ekki er hvað sé frábrugðið við stöðu Íslendinga og annarra þjóða sem missa forræði yfir auðlindum sínum - og þar með getu til að standa straum af kostnaði menntakerfis og annara innviða samfélagsins. Og hvað varðar peningana og þekkinguna: Getur verið eftir upplýsandi umræðu í fjölmiðlum um Hitaveitu Suðurnesja, að JS geri sér ekki grein fyrir því að fjárfestar þar koma ekki færandi hendi? Þeirra ætlan er þvert á móti að hafa af okkur peninga; láta arðinn færa sér eignir. Arður sem rennur inn í samfélag en ekki út úr því er til góðs. Arðurinn af Gvendarbrunnum og hitaveitum hefur hingað til runnið inn í samfélagið og byggt það upp. Geysir Green og Magma vilja hins vegar færa arðinn í eigin vasa! Hvaða þekkingu bjóða þessir aðilar? Yfir hvaða þekkingu í orkumálum búa þeir Bjarni, Hannes, Finnur...? Svo er það Þorsteinn Pálsson, sjálfstæðismaður. Hugsun hans virðist mér ganga út á það helst að túlka málefnalegar umræður innanbúðar í stjórnmálaflokkum sem slagsmál og valdabaráttu einstaklinga. Þetta er dæmigerð stjórnmálahugsun gærdagsins. Morgundagurinn snýst um opna umræðu og lýðræðislega. Þeir sem reyna að gera slíka stjórnmálahugsun tortryggilega eiga heima í sögubókum fortíðarinnar. Kannski eiga fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar helst heima þar. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um orkumál og stjórnmálaumræðu Tveir gamlir stjórnmálajaxlar leggja undir sig leiðarsíðu Fréttablaðsins um helgina. Annar skrifar leiðara, hinn pólitíska fréttaskýringu. Leiðarahöfundurinn er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, stjórnmálagreinandinn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Einhvern veginn fannst mér skrif þeirrra beggja vera svolítið fyrrverandi. Jón Sigurðsson, framsóknarmaður, segist vilja fá einkaaðila til að fjárfesta í orkuiðnaði. Þeir komi inn með svo mikla peninga og þekkingu: „Við þurfum að sækja þekkingu, viðskiptatengsl og fjármagn þangað sem þessa hluti er besta að finna ...." Leiðarinn gengur meira og minna út á að réttlæta aðkomu fjármagns í einkaeigu; að gagnvart því megi ekki ala á „tilefnislausri tortryggni". Jón Siguðrssson segir að við megum alls ekki rugla saman auðlindum á láði og legi við auðlindir mannauðsins. Engar auðlindir komist „í hálfkvisti við auðlindir fólksins sjálfs". Hér mun vera átt við menntun og atgervi þjóðarinnar. Spurningin sem Jón Sigurðsson svarar ekki er hvað sé frábrugðið við stöðu Íslendinga og annarra þjóða sem missa forræði yfir auðlindum sínum - og þar með getu til að standa straum af kostnaði menntakerfis og annara innviða samfélagsins. Og hvað varðar peningana og þekkinguna: Getur verið eftir upplýsandi umræðu í fjölmiðlum um Hitaveitu Suðurnesja, að JS geri sér ekki grein fyrir því að fjárfestar þar koma ekki færandi hendi? Þeirra ætlan er þvert á móti að hafa af okkur peninga; láta arðinn færa sér eignir. Arður sem rennur inn í samfélag en ekki út úr því er til góðs. Arðurinn af Gvendarbrunnum og hitaveitum hefur hingað til runnið inn í samfélagið og byggt það upp. Geysir Green og Magma vilja hins vegar færa arðinn í eigin vasa! Hvaða þekkingu bjóða þessir aðilar? Yfir hvaða þekkingu í orkumálum búa þeir Bjarni, Hannes, Finnur...? Svo er það Þorsteinn Pálsson, sjálfstæðismaður. Hugsun hans virðist mér ganga út á það helst að túlka málefnalegar umræður innanbúðar í stjórnmálaflokkum sem slagsmál og valdabaráttu einstaklinga. Þetta er dæmigerð stjórnmálahugsun gærdagsins. Morgundagurinn snýst um opna umræðu og lýðræðislega. Þeir sem reyna að gera slíka stjórnmálahugsun tortryggilega eiga heima í sögubókum fortíðarinnar. Kannski eiga fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar helst heima þar. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar