Opinber afskipti en ekki pólitísk árni páll árnason skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Árni Páll Árnason skrifar um ríkisafskipti: Undanfarið hefur verið nokkur umræða um þær tillögur nefndar ríkisstjórnarinnar, sem Mats Josefsson veitir forstöðu, að styrkja þurfi eigendahlutverk ríkisins gagnvart nýjum ríkisbönkum og taka með skipulegri hætti á erfiðum skuldamálum en hingað til hefur verið gert. Vart hefur orðið ótta um að í þeirri leið felist aukin hætta á pólitískum afskiptum og afturhvarf til þess pólitíska skömmtunarkerfis sem við bjuggum við áratugum saman. Fátt er fjær sanni. Ríkið er nú eigandi þriggja stærstu banka landsins. Verulegs frumkvæðis er þörf af hálfu ríkisins til að koma efnahagslífinu aftur á kjöl. Við þær aðstæður er val um tvennt: Að fulltrúar ríkisins í hverjum banka um sig taki ákvarðanir eða að þær séu teknar á einum stað með samræmdum hætti. Augljóst er hvort fyrirkomulagið veldur meiri hættu á ógagnsæi, spillingu og því að tekið sé með ósambærilegum hætti á sambærilegum málum. Stefnumörkun Josefsson-nefndarinnar tryggir að einn aðili sinni úrvinnslu stærstu og flóknustu skuldamála bankanna þar sem hægt er að koma við endurfjármögnun og endurskipulagningu í rekstri. Ætlunin er að eignaumsýslufyrirtækið starfi á grundvelli almennra leikreglna og sú staðreynd mun auðvelda að halda viðskiptamálefnum í hæfilegri fjarlægð frá pólitískri hagsmunagæslu. Enginn vill afturhvarf til pólitískrar íhlutunar í viðskiptaákvarðanir banka. En almenningur á rétt á að tekið sé á sambærilegum málum með sambærilegum aðferðum og að tryggt sé að hagsmunir ríkisins séu varðir með almennum leikreglum, frekar en að tilviljun ráði ákvörðunum og þær séu allar vafðar í þoku ógagnsæis og efasemda vegna flókinna vináttu- og eignatengsla. Afskiptaleysi ríkisvaldsins af fjármálamarkaði og stefnuleysi hins opinbera í uppbyggingu fjármálamarkaða á stóran þátt í því hruni sem orðið hefur. Það er tímabært að við tileinkum okkur virk, fagleg og gagnsæ ríkisafskipti af þeirri gerð sem stutt hafa við efnahagslega velferð í nágrannalöndum okkar um áratugi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason skrifar um ríkisafskipti: Undanfarið hefur verið nokkur umræða um þær tillögur nefndar ríkisstjórnarinnar, sem Mats Josefsson veitir forstöðu, að styrkja þurfi eigendahlutverk ríkisins gagnvart nýjum ríkisbönkum og taka með skipulegri hætti á erfiðum skuldamálum en hingað til hefur verið gert. Vart hefur orðið ótta um að í þeirri leið felist aukin hætta á pólitískum afskiptum og afturhvarf til þess pólitíska skömmtunarkerfis sem við bjuggum við áratugum saman. Fátt er fjær sanni. Ríkið er nú eigandi þriggja stærstu banka landsins. Verulegs frumkvæðis er þörf af hálfu ríkisins til að koma efnahagslífinu aftur á kjöl. Við þær aðstæður er val um tvennt: Að fulltrúar ríkisins í hverjum banka um sig taki ákvarðanir eða að þær séu teknar á einum stað með samræmdum hætti. Augljóst er hvort fyrirkomulagið veldur meiri hættu á ógagnsæi, spillingu og því að tekið sé með ósambærilegum hætti á sambærilegum málum. Stefnumörkun Josefsson-nefndarinnar tryggir að einn aðili sinni úrvinnslu stærstu og flóknustu skuldamála bankanna þar sem hægt er að koma við endurfjármögnun og endurskipulagningu í rekstri. Ætlunin er að eignaumsýslufyrirtækið starfi á grundvelli almennra leikreglna og sú staðreynd mun auðvelda að halda viðskiptamálefnum í hæfilegri fjarlægð frá pólitískri hagsmunagæslu. Enginn vill afturhvarf til pólitískrar íhlutunar í viðskiptaákvarðanir banka. En almenningur á rétt á að tekið sé á sambærilegum málum með sambærilegum aðferðum og að tryggt sé að hagsmunir ríkisins séu varðir með almennum leikreglum, frekar en að tilviljun ráði ákvörðunum og þær séu allar vafðar í þoku ógagnsæis og efasemda vegna flókinna vináttu- og eignatengsla. Afskiptaleysi ríkisvaldsins af fjármálamarkaði og stefnuleysi hins opinbera í uppbyggingu fjármálamarkaða á stóran þátt í því hruni sem orðið hefur. Það er tímabært að við tileinkum okkur virk, fagleg og gagnsæ ríkisafskipti af þeirri gerð sem stutt hafa við efnahagslega velferð í nágrannalöndum okkar um áratugi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun