Velmegunarístran 17. desember 2009 06:00 Viðskiptaráð birti í gær athugasemdir við fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Álit ráðsins er almennt vel ígrundað og rökfast. Þar er meðal annars bent á að megnið af aðlögunaraðgerðum til að mæta vanda ríkissjóðs sé í formi skattahækkana og að ekki sé lögð næg áhersla á nauðsynlegan niðurskurð og aðhald í ríkisrekstrinum. Þetta er réttmæt gagnrýni. Útgjöld ríkisins hafa þanist út og starfsmönnum hins opinbera hefur fjölgað óhóflega. Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson orðaði þetta ágætlega í pistli á heimasíðu sinni fyrir skömmu þegar hann benti á að: „Bara í stjórnsýslunni sjálfri væri hægt að ná fram miklum sparnaði. Þar hefur safnast saman fitulag sem hægt er að skera burt." Gísla láðist hins vegar að geta þess að ríkið hljóp ekki í spik og safnaði velmegunarístru, eins og útgerðarmaður eða heildsali í sögu frá síðustu öld, á þeim fáu mánuðum sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Bumban varð til á mörgum árum þegar flokksbræður hans og -systur stýrðu landinu. Pistlahöfundarnir á hinu hægrisinnaða vefriti Andríki fóru yfir þessa stöðu af hreinskilni skömmu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Þar var bent á nokkur af þeim málum, stórum og smáum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að síðastliðin ár. Hér eru nokkur atriði af lista Andríkismanna frá því í mars: Stjórnmálaflokkarnir voru settir á fullt framfæri ríkisins í lok árs 2006, tekjuskattur einstaklinga var hækkaður úr áður lögfestum 34,72% í 35,72% í byrjun árs 2007, ríkisútgjöld hafa aldrei aukist jafnmikið á tveimur árum og frá 2006 til 2008. Á þessum tveimur árum hækkuðu þau um 35 prósent eða 120 þúsund milljónir króna, tekjuskatturinn var hækkaður aftur um síðustu áramót, nú úr 35,72% í 37,20%, gripið var til dýrustu „mótvægisaðgerða" Íslandssögunar í minnsta atvinnuleysi sögunnar árið 2007, gerðar voru sértækar lækkanir á virðisaukaskatti í stað almennra lækkana í ársbyrjun 2007, gjaldeyrishöft voru lögð á landsmenn haustið 2008, stórfelld þjóðnýting banka og fyrirtækja hófst haustið 2008 og stendur enn yfir, óskýr lagasetning um innstæðutryggingar á grundvelli tilskipunar ESB færði skattgreiðendum ábyrgðina á Icesave og gæti gert ríkissjóð gjaldþrota, ríkissjóður fór úr því að vera sagður skuldlaus í það að enginn treystir sér til að segja til um hve skuldirnar eru miklar. Niðurstaða Andríkismanna var að Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið undan síga á nær öllum hugmyndafræðilegum vígstöðvum sínum á síðustu árum, til dæmis hefðu allir viðstaddir þingmenn flokksins greitt atkvæði með hækkun á tekjuskatti einstaklinga um síðustu áramót. Af þessari upptalningu Andríkismanna er auðvelt að sjá að þeir sem aðhyllast minni ríkisrekstur og hóflega skattheimtu eiga sér ekki trúverðuga málsvara á Alþingi. Það er afleit staða við núverandi aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð birti í gær athugasemdir við fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Álit ráðsins er almennt vel ígrundað og rökfast. Þar er meðal annars bent á að megnið af aðlögunaraðgerðum til að mæta vanda ríkissjóðs sé í formi skattahækkana og að ekki sé lögð næg áhersla á nauðsynlegan niðurskurð og aðhald í ríkisrekstrinum. Þetta er réttmæt gagnrýni. Útgjöld ríkisins hafa þanist út og starfsmönnum hins opinbera hefur fjölgað óhóflega. Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson orðaði þetta ágætlega í pistli á heimasíðu sinni fyrir skömmu þegar hann benti á að: „Bara í stjórnsýslunni sjálfri væri hægt að ná fram miklum sparnaði. Þar hefur safnast saman fitulag sem hægt er að skera burt." Gísla láðist hins vegar að geta þess að ríkið hljóp ekki í spik og safnaði velmegunarístru, eins og útgerðarmaður eða heildsali í sögu frá síðustu öld, á þeim fáu mánuðum sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Bumban varð til á mörgum árum þegar flokksbræður hans og -systur stýrðu landinu. Pistlahöfundarnir á hinu hægrisinnaða vefriti Andríki fóru yfir þessa stöðu af hreinskilni skömmu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Þar var bent á nokkur af þeim málum, stórum og smáum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að síðastliðin ár. Hér eru nokkur atriði af lista Andríkismanna frá því í mars: Stjórnmálaflokkarnir voru settir á fullt framfæri ríkisins í lok árs 2006, tekjuskattur einstaklinga var hækkaður úr áður lögfestum 34,72% í 35,72% í byrjun árs 2007, ríkisútgjöld hafa aldrei aukist jafnmikið á tveimur árum og frá 2006 til 2008. Á þessum tveimur árum hækkuðu þau um 35 prósent eða 120 þúsund milljónir króna, tekjuskatturinn var hækkaður aftur um síðustu áramót, nú úr 35,72% í 37,20%, gripið var til dýrustu „mótvægisaðgerða" Íslandssögunar í minnsta atvinnuleysi sögunnar árið 2007, gerðar voru sértækar lækkanir á virðisaukaskatti í stað almennra lækkana í ársbyrjun 2007, gjaldeyrishöft voru lögð á landsmenn haustið 2008, stórfelld þjóðnýting banka og fyrirtækja hófst haustið 2008 og stendur enn yfir, óskýr lagasetning um innstæðutryggingar á grundvelli tilskipunar ESB færði skattgreiðendum ábyrgðina á Icesave og gæti gert ríkissjóð gjaldþrota, ríkissjóður fór úr því að vera sagður skuldlaus í það að enginn treystir sér til að segja til um hve skuldirnar eru miklar. Niðurstaða Andríkismanna var að Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið undan síga á nær öllum hugmyndafræðilegum vígstöðvum sínum á síðustu árum, til dæmis hefðu allir viðstaddir þingmenn flokksins greitt atkvæði með hækkun á tekjuskatti einstaklinga um síðustu áramót. Af þessari upptalningu Andríkismanna er auðvelt að sjá að þeir sem aðhyllast minni ríkisrekstur og hóflega skattheimtu eiga sér ekki trúverðuga málsvara á Alþingi. Það er afleit staða við núverandi aðstæður.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun