Velmegunarístran 17. desember 2009 06:00 Viðskiptaráð birti í gær athugasemdir við fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Álit ráðsins er almennt vel ígrundað og rökfast. Þar er meðal annars bent á að megnið af aðlögunaraðgerðum til að mæta vanda ríkissjóðs sé í formi skattahækkana og að ekki sé lögð næg áhersla á nauðsynlegan niðurskurð og aðhald í ríkisrekstrinum. Þetta er réttmæt gagnrýni. Útgjöld ríkisins hafa þanist út og starfsmönnum hins opinbera hefur fjölgað óhóflega. Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson orðaði þetta ágætlega í pistli á heimasíðu sinni fyrir skömmu þegar hann benti á að: „Bara í stjórnsýslunni sjálfri væri hægt að ná fram miklum sparnaði. Þar hefur safnast saman fitulag sem hægt er að skera burt." Gísla láðist hins vegar að geta þess að ríkið hljóp ekki í spik og safnaði velmegunarístru, eins og útgerðarmaður eða heildsali í sögu frá síðustu öld, á þeim fáu mánuðum sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Bumban varð til á mörgum árum þegar flokksbræður hans og -systur stýrðu landinu. Pistlahöfundarnir á hinu hægrisinnaða vefriti Andríki fóru yfir þessa stöðu af hreinskilni skömmu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Þar var bent á nokkur af þeim málum, stórum og smáum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að síðastliðin ár. Hér eru nokkur atriði af lista Andríkismanna frá því í mars: Stjórnmálaflokkarnir voru settir á fullt framfæri ríkisins í lok árs 2006, tekjuskattur einstaklinga var hækkaður úr áður lögfestum 34,72% í 35,72% í byrjun árs 2007, ríkisútgjöld hafa aldrei aukist jafnmikið á tveimur árum og frá 2006 til 2008. Á þessum tveimur árum hækkuðu þau um 35 prósent eða 120 þúsund milljónir króna, tekjuskatturinn var hækkaður aftur um síðustu áramót, nú úr 35,72% í 37,20%, gripið var til dýrustu „mótvægisaðgerða" Íslandssögunar í minnsta atvinnuleysi sögunnar árið 2007, gerðar voru sértækar lækkanir á virðisaukaskatti í stað almennra lækkana í ársbyrjun 2007, gjaldeyrishöft voru lögð á landsmenn haustið 2008, stórfelld þjóðnýting banka og fyrirtækja hófst haustið 2008 og stendur enn yfir, óskýr lagasetning um innstæðutryggingar á grundvelli tilskipunar ESB færði skattgreiðendum ábyrgðina á Icesave og gæti gert ríkissjóð gjaldþrota, ríkissjóður fór úr því að vera sagður skuldlaus í það að enginn treystir sér til að segja til um hve skuldirnar eru miklar. Niðurstaða Andríkismanna var að Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið undan síga á nær öllum hugmyndafræðilegum vígstöðvum sínum á síðustu árum, til dæmis hefðu allir viðstaddir þingmenn flokksins greitt atkvæði með hækkun á tekjuskatti einstaklinga um síðustu áramót. Af þessari upptalningu Andríkismanna er auðvelt að sjá að þeir sem aðhyllast minni ríkisrekstur og hóflega skattheimtu eiga sér ekki trúverðuga málsvara á Alþingi. Það er afleit staða við núverandi aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð birti í gær athugasemdir við fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Álit ráðsins er almennt vel ígrundað og rökfast. Þar er meðal annars bent á að megnið af aðlögunaraðgerðum til að mæta vanda ríkissjóðs sé í formi skattahækkana og að ekki sé lögð næg áhersla á nauðsynlegan niðurskurð og aðhald í ríkisrekstrinum. Þetta er réttmæt gagnrýni. Útgjöld ríkisins hafa þanist út og starfsmönnum hins opinbera hefur fjölgað óhóflega. Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson orðaði þetta ágætlega í pistli á heimasíðu sinni fyrir skömmu þegar hann benti á að: „Bara í stjórnsýslunni sjálfri væri hægt að ná fram miklum sparnaði. Þar hefur safnast saman fitulag sem hægt er að skera burt." Gísla láðist hins vegar að geta þess að ríkið hljóp ekki í spik og safnaði velmegunarístru, eins og útgerðarmaður eða heildsali í sögu frá síðustu öld, á þeim fáu mánuðum sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Bumban varð til á mörgum árum þegar flokksbræður hans og -systur stýrðu landinu. Pistlahöfundarnir á hinu hægrisinnaða vefriti Andríki fóru yfir þessa stöðu af hreinskilni skömmu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Þar var bent á nokkur af þeim málum, stórum og smáum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að síðastliðin ár. Hér eru nokkur atriði af lista Andríkismanna frá því í mars: Stjórnmálaflokkarnir voru settir á fullt framfæri ríkisins í lok árs 2006, tekjuskattur einstaklinga var hækkaður úr áður lögfestum 34,72% í 35,72% í byrjun árs 2007, ríkisútgjöld hafa aldrei aukist jafnmikið á tveimur árum og frá 2006 til 2008. Á þessum tveimur árum hækkuðu þau um 35 prósent eða 120 þúsund milljónir króna, tekjuskatturinn var hækkaður aftur um síðustu áramót, nú úr 35,72% í 37,20%, gripið var til dýrustu „mótvægisaðgerða" Íslandssögunar í minnsta atvinnuleysi sögunnar árið 2007, gerðar voru sértækar lækkanir á virðisaukaskatti í stað almennra lækkana í ársbyrjun 2007, gjaldeyrishöft voru lögð á landsmenn haustið 2008, stórfelld þjóðnýting banka og fyrirtækja hófst haustið 2008 og stendur enn yfir, óskýr lagasetning um innstæðutryggingar á grundvelli tilskipunar ESB færði skattgreiðendum ábyrgðina á Icesave og gæti gert ríkissjóð gjaldþrota, ríkissjóður fór úr því að vera sagður skuldlaus í það að enginn treystir sér til að segja til um hve skuldirnar eru miklar. Niðurstaða Andríkismanna var að Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið undan síga á nær öllum hugmyndafræðilegum vígstöðvum sínum á síðustu árum, til dæmis hefðu allir viðstaddir þingmenn flokksins greitt atkvæði með hækkun á tekjuskatti einstaklinga um síðustu áramót. Af þessari upptalningu Andríkismanna er auðvelt að sjá að þeir sem aðhyllast minni ríkisrekstur og hóflega skattheimtu eiga sér ekki trúverðuga málsvara á Alþingi. Það er afleit staða við núverandi aðstæður.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar