KR-konur fóru á kostum og skoruðu sjö mörk í Keflavík í síðasta leik 12. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. KR-liðið komst þar með upp í 7. sæti deildarinnar en Keflavík er áfram á botninum.
Sonja Björk Jóhannsdóttir skoraði þrennu fyrir KR í leiknum, Katrín Ómarsdóttir skoraði tvö mörk og þær Fjóla Dröfn Friðriksdóttir og Kristín Sverrisdóttir skoruðu sitt hvort markið.
KR-liðið hefur þar með skorað 13 af 24 mörkum sínum í Pepsi-deild kvenna í tveimur leikjum á móti Keflavík því KR vann fyrri leik liðanna 6-0 á heimavelli.