Dómararnir gerðu rétt í að reka Ramune útaf 17. febrúar 2009 15:54 Ramune Pekarskyte var á dögunum valin leikmaður umferða 8-14 í N1 deildinni Dómaranefnd HSÍ segir í yfirlýsingu á heimasíðu HSÍ að dómarar leiks Stjörnunnar og Hauka í N1 deild kvenna á dögunum, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, hafi gert rétt í að gefa Haukakonunni Ramune Pekarskyte rautt spjald í leiknum. Ramune fékk rauða spjaldið fyrir að fara með olnbogann á undan sér þegar hún fór upp í skot en Stjörnukonan Alina Petrache fékk olnbogann í andlitið og steinlá. Haukar unnu leikinn 30-27 án Ramune sem fékk rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks. Haukarnir töpuðu hinsvegar undanúrslitaleik sömu liða í bikarnum með sex mörkum, 24-30, en Ramune tók út leikbann sitt í þeim leik. Dómaranefnd HSÍ hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu á heimsíðu HSÍ:Frá Dómaranefnd. "Vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Hauka þar sem leikmaður Hauka, Ramune Pekarskyte, fékk útilokun í kjölfar sóknarbrots vill dómaranefnd koma því á framfæri að dómarar leiksins brugðust rétt við tilgreindu atviki og mátu atvikið í samræmi við reglu 8:5b (sjá einnig athugasemd við 8:5b) og beittu útilokun í samræmi við reglu 16:6b."Regla 8:5b Leikmaður sem stofnar heilsu mótherja í hættu þegar hann ræðst gegn honum skal útilokaður (16:6b) einkum ef hann: a) frá hlið eða aftan frá, slær eða togar í skothönd leikmanns sem er að kasta boltanum eða senda hann, b) veldur því að mótherji verður fyrir höggi á höfuð eða háls, c) viljandi veitir mótherja högg á líkama með fæti eða hné eða með einhverjum öðrum hætti, svo sem að bregða fyrir hann fæti. d) hrindir mótherja sem er að hlaupa eða stökkva, eða ræðst þannig að honum að mótherji missir jafnvægið; þetta á einnig við þegar markvörður kemur út fyrir markteig í hraðaupphlaupi mótherja; e) skýtur aukakasti að marki í höfuð varnarmanns og að því gefnu varnarmaður hreyfi sig ekki, eða skýtur í höfuð markvarðar úr vítakasti og að því gefnu að markvörður hreyfi sig ekki.Athugasemd: Brot, þar sem jafnvel lítil líkamleg snerting á sér stað, geta verið hættuleg og haft alvarlegar afleiðingar ef þau eru tímasett þannig að andstæðingurinn er varnarlaus eða getur ekki á von á þeim. Við ákvörðun á útilokun í þessum tilvikum skal skoða áhættuna á því að skaða leikmanninn í stað þess er virðist lítil líkamleg snertingvið hann.Regla 16:6b 16:6 Dæma skal útilokun: b) fyrir brot sem stofna heilsu mótherja í hættu (8:5) Olís-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
Dómaranefnd HSÍ segir í yfirlýsingu á heimasíðu HSÍ að dómarar leiks Stjörnunnar og Hauka í N1 deild kvenna á dögunum, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, hafi gert rétt í að gefa Haukakonunni Ramune Pekarskyte rautt spjald í leiknum. Ramune fékk rauða spjaldið fyrir að fara með olnbogann á undan sér þegar hún fór upp í skot en Stjörnukonan Alina Petrache fékk olnbogann í andlitið og steinlá. Haukar unnu leikinn 30-27 án Ramune sem fékk rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks. Haukarnir töpuðu hinsvegar undanúrslitaleik sömu liða í bikarnum með sex mörkum, 24-30, en Ramune tók út leikbann sitt í þeim leik. Dómaranefnd HSÍ hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu á heimsíðu HSÍ:Frá Dómaranefnd. "Vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Hauka þar sem leikmaður Hauka, Ramune Pekarskyte, fékk útilokun í kjölfar sóknarbrots vill dómaranefnd koma því á framfæri að dómarar leiksins brugðust rétt við tilgreindu atviki og mátu atvikið í samræmi við reglu 8:5b (sjá einnig athugasemd við 8:5b) og beittu útilokun í samræmi við reglu 16:6b."Regla 8:5b Leikmaður sem stofnar heilsu mótherja í hættu þegar hann ræðst gegn honum skal útilokaður (16:6b) einkum ef hann: a) frá hlið eða aftan frá, slær eða togar í skothönd leikmanns sem er að kasta boltanum eða senda hann, b) veldur því að mótherji verður fyrir höggi á höfuð eða háls, c) viljandi veitir mótherja högg á líkama með fæti eða hné eða með einhverjum öðrum hætti, svo sem að bregða fyrir hann fæti. d) hrindir mótherja sem er að hlaupa eða stökkva, eða ræðst þannig að honum að mótherji missir jafnvægið; þetta á einnig við þegar markvörður kemur út fyrir markteig í hraðaupphlaupi mótherja; e) skýtur aukakasti að marki í höfuð varnarmanns og að því gefnu varnarmaður hreyfi sig ekki, eða skýtur í höfuð markvarðar úr vítakasti og að því gefnu að markvörður hreyfi sig ekki.Athugasemd: Brot, þar sem jafnvel lítil líkamleg snerting á sér stað, geta verið hættuleg og haft alvarlegar afleiðingar ef þau eru tímasett þannig að andstæðingurinn er varnarlaus eða getur ekki á von á þeim. Við ákvörðun á útilokun í þessum tilvikum skal skoða áhættuna á því að skaða leikmanninn í stað þess er virðist lítil líkamleg snertingvið hann.Regla 16:6b 16:6 Dæma skal útilokun: b) fyrir brot sem stofna heilsu mótherja í hættu (8:5)
Olís-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira