„Um leið og fyrsta markið kom þá fannst mér við vera með þetta í okkar höndum. Við erum bestar þegar við spilum okkar „sambabolta" eins og við gerðum í síðari hálfleik í stað þessara kýlinga í fyrri hálfleik," sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir eftir 0-2 sigur Vals gegn Stjörnunni í kvöld en Valur er nú í kjörstöðu til þess að verja titil sinn.
„Við ætluðum bara að klára okkar leiki á lokasprettinum og það er enn stefnan og þá verður þetta hundrað prósent og titillinn skilar sér í hús," segir markadrottningin Kristín Ýr sem hefur farið á kostum með Val í sumar.