Framboð og eftirspurn Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 21. október 2009 06:00 Síðastliðinn föstudag birtist frétt á Lögregluvefnum um að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt hér á landi [http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=81&module_id=220&element_id=14546]. Það er vissulega ástæða til að fagna því að lögreglan veki athygli á þeim glæpum sem eiga sér stað hér og byggja á nauðung fólks, en þegar snýr að mansali til kynferðislegar misneytingar er aðallega um konur að ræða. Bæði karlar og konur eru seld mansali til nauðungarvinnu af öðru tagi. Í umræddri frétt mátti lesa að: „Í höfuðborgum nágrannalandanna [hafi]erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum.“ Þó má skilja næstu setningar þannig að götuvændi endurspegli þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpaflokkar halda uppi, oft með aðstoð heimamanna. Spurningin vaknar því, hvort það séu vændiskonurnar, eða þeir glæpamenn sem „gera þær út“ sem valdi vandanum? Hugsunin sem endurspeglast í ofangreindri tilvitnun gengur algjörlega á skjön við undirliggjandi markmið íslenskra, norskra og sænskra laga um vændi. Hin svokallaða sænska leið, sem hefur verið innleidd bæði á Íslandi og í Noregi gerir kaup á vændi refsiverð, en ekki sölu. Þar er gengið út frá því sem rannsóknir sýna, að stór hluti þeirra sem eru í vændi eru þar ekki af fúsum og frjálsum vilja. Vandinn, og það sem þarf að uppræta, er eftirspurnin. Henni svarar skipulögð glæpastarfsemi með flutningi kvenna yfir landamæri, þar sem þær stunda vændi í ánauð. Yfirlýsing lögreglunnar hins vegar gerir því sjónarmiði hátt undir höfði að vændiskonurnar séu vandinn, en hvorki sú skipulagða glæpastarfsemi sem setur þær á göturnar, né eftirspurn þeirra sem kaupa sér aðgang að líkömum þeirra. Greiningardeild lögreglustjóra ber ábyrgð á því að setja upplýsingar fram á þann hátt að ábyrgð sé lögð á rétta aðila í umfjöllun um jafnmikilvægt málefni og hér um ræðir. Ábyrgð embættisins á þessu sviði er rík, enda var umrædd tilvitnun tekin óbreytt og gagnrýnislaust upp af flestum fjölmiðlum á landinu, sem gerir það að verkum að umræðan og meðvitund almennings litast af þessu sjónarmiði. Það er von mín að bæði lögregluembætti landsins og fjölmiðlar hugi að þessu í áframhaldandi umræðu um mansal og vændi á Íslandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag birtist frétt á Lögregluvefnum um að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt hér á landi [http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=81&module_id=220&element_id=14546]. Það er vissulega ástæða til að fagna því að lögreglan veki athygli á þeim glæpum sem eiga sér stað hér og byggja á nauðung fólks, en þegar snýr að mansali til kynferðislegar misneytingar er aðallega um konur að ræða. Bæði karlar og konur eru seld mansali til nauðungarvinnu af öðru tagi. Í umræddri frétt mátti lesa að: „Í höfuðborgum nágrannalandanna [hafi]erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum.“ Þó má skilja næstu setningar þannig að götuvændi endurspegli þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpaflokkar halda uppi, oft með aðstoð heimamanna. Spurningin vaknar því, hvort það séu vændiskonurnar, eða þeir glæpamenn sem „gera þær út“ sem valdi vandanum? Hugsunin sem endurspeglast í ofangreindri tilvitnun gengur algjörlega á skjön við undirliggjandi markmið íslenskra, norskra og sænskra laga um vændi. Hin svokallaða sænska leið, sem hefur verið innleidd bæði á Íslandi og í Noregi gerir kaup á vændi refsiverð, en ekki sölu. Þar er gengið út frá því sem rannsóknir sýna, að stór hluti þeirra sem eru í vændi eru þar ekki af fúsum og frjálsum vilja. Vandinn, og það sem þarf að uppræta, er eftirspurnin. Henni svarar skipulögð glæpastarfsemi með flutningi kvenna yfir landamæri, þar sem þær stunda vændi í ánauð. Yfirlýsing lögreglunnar hins vegar gerir því sjónarmiði hátt undir höfði að vændiskonurnar séu vandinn, en hvorki sú skipulagða glæpastarfsemi sem setur þær á göturnar, né eftirspurn þeirra sem kaupa sér aðgang að líkömum þeirra. Greiningardeild lögreglustjóra ber ábyrgð á því að setja upplýsingar fram á þann hátt að ábyrgð sé lögð á rétta aðila í umfjöllun um jafnmikilvægt málefni og hér um ræðir. Ábyrgð embættisins á þessu sviði er rík, enda var umrædd tilvitnun tekin óbreytt og gagnrýnislaust upp af flestum fjölmiðlum á landinu, sem gerir það að verkum að umræðan og meðvitund almennings litast af þessu sjónarmiði. Það er von mín að bæði lögregluembætti landsins og fjölmiðlar hugi að þessu í áframhaldandi umræðu um mansal og vændi á Íslandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar