Framboð og eftirspurn Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 21. október 2009 06:00 Síðastliðinn föstudag birtist frétt á Lögregluvefnum um að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt hér á landi [http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=81&module_id=220&element_id=14546]. Það er vissulega ástæða til að fagna því að lögreglan veki athygli á þeim glæpum sem eiga sér stað hér og byggja á nauðung fólks, en þegar snýr að mansali til kynferðislegar misneytingar er aðallega um konur að ræða. Bæði karlar og konur eru seld mansali til nauðungarvinnu af öðru tagi. Í umræddri frétt mátti lesa að: „Í höfuðborgum nágrannalandanna [hafi]erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum.“ Þó má skilja næstu setningar þannig að götuvændi endurspegli þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpaflokkar halda uppi, oft með aðstoð heimamanna. Spurningin vaknar því, hvort það séu vændiskonurnar, eða þeir glæpamenn sem „gera þær út“ sem valdi vandanum? Hugsunin sem endurspeglast í ofangreindri tilvitnun gengur algjörlega á skjön við undirliggjandi markmið íslenskra, norskra og sænskra laga um vændi. Hin svokallaða sænska leið, sem hefur verið innleidd bæði á Íslandi og í Noregi gerir kaup á vændi refsiverð, en ekki sölu. Þar er gengið út frá því sem rannsóknir sýna, að stór hluti þeirra sem eru í vændi eru þar ekki af fúsum og frjálsum vilja. Vandinn, og það sem þarf að uppræta, er eftirspurnin. Henni svarar skipulögð glæpastarfsemi með flutningi kvenna yfir landamæri, þar sem þær stunda vændi í ánauð. Yfirlýsing lögreglunnar hins vegar gerir því sjónarmiði hátt undir höfði að vændiskonurnar séu vandinn, en hvorki sú skipulagða glæpastarfsemi sem setur þær á göturnar, né eftirspurn þeirra sem kaupa sér aðgang að líkömum þeirra. Greiningardeild lögreglustjóra ber ábyrgð á því að setja upplýsingar fram á þann hátt að ábyrgð sé lögð á rétta aðila í umfjöllun um jafnmikilvægt málefni og hér um ræðir. Ábyrgð embættisins á þessu sviði er rík, enda var umrædd tilvitnun tekin óbreytt og gagnrýnislaust upp af flestum fjölmiðlum á landinu, sem gerir það að verkum að umræðan og meðvitund almennings litast af þessu sjónarmiði. Það er von mín að bæði lögregluembætti landsins og fjölmiðlar hugi að þessu í áframhaldandi umræðu um mansal og vændi á Íslandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag birtist frétt á Lögregluvefnum um að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt hér á landi [http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=81&module_id=220&element_id=14546]. Það er vissulega ástæða til að fagna því að lögreglan veki athygli á þeim glæpum sem eiga sér stað hér og byggja á nauðung fólks, en þegar snýr að mansali til kynferðislegar misneytingar er aðallega um konur að ræða. Bæði karlar og konur eru seld mansali til nauðungarvinnu af öðru tagi. Í umræddri frétt mátti lesa að: „Í höfuðborgum nágrannalandanna [hafi]erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum.“ Þó má skilja næstu setningar þannig að götuvændi endurspegli þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpaflokkar halda uppi, oft með aðstoð heimamanna. Spurningin vaknar því, hvort það séu vændiskonurnar, eða þeir glæpamenn sem „gera þær út“ sem valdi vandanum? Hugsunin sem endurspeglast í ofangreindri tilvitnun gengur algjörlega á skjön við undirliggjandi markmið íslenskra, norskra og sænskra laga um vændi. Hin svokallaða sænska leið, sem hefur verið innleidd bæði á Íslandi og í Noregi gerir kaup á vændi refsiverð, en ekki sölu. Þar er gengið út frá því sem rannsóknir sýna, að stór hluti þeirra sem eru í vændi eru þar ekki af fúsum og frjálsum vilja. Vandinn, og það sem þarf að uppræta, er eftirspurnin. Henni svarar skipulögð glæpastarfsemi með flutningi kvenna yfir landamæri, þar sem þær stunda vændi í ánauð. Yfirlýsing lögreglunnar hins vegar gerir því sjónarmiði hátt undir höfði að vændiskonurnar séu vandinn, en hvorki sú skipulagða glæpastarfsemi sem setur þær á göturnar, né eftirspurn þeirra sem kaupa sér aðgang að líkömum þeirra. Greiningardeild lögreglustjóra ber ábyrgð á því að setja upplýsingar fram á þann hátt að ábyrgð sé lögð á rétta aðila í umfjöllun um jafnmikilvægt málefni og hér um ræðir. Ábyrgð embættisins á þessu sviði er rík, enda var umrædd tilvitnun tekin óbreytt og gagnrýnislaust upp af flestum fjölmiðlum á landinu, sem gerir það að verkum að umræðan og meðvitund almennings litast af þessu sjónarmiði. Það er von mín að bæði lögregluembætti landsins og fjölmiðlar hugi að þessu í áframhaldandi umræðu um mansal og vændi á Íslandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun