„Það sló okkur út af laginu þegar þær skoruðu jöfnunarmarkið," sagði Gary Wake, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem tapaði 5-1 í framlengdum bikarúrslitaleik gegn Val í dag.
„Við fengum tækifæri til að komast í 2-0 en fáum í staðinn jöfnunarmark á okkur og þá hrundi allt. Við áttum ekkert í þær í framlengingunni."
Jafnræði var með liðunum í venjulegum leiktíma. „Ég var mjög ánægður með mitt lið langstærstan hluta af þessum 90 mínútum og við hefðum vel getað unnið leikinn. En kannski átti Valur þetta bara skilið á heildina litið," sagði Wake.