Í morgun var dregið í 16-liða úrslit í Áskorendakeppni Evrópu kvenna í handbolta og ljóst er að Fram mætir RK Tresnjevka frá Króatíu.
Framkonur unnu tyrkneska liðið Anadoulu University í báðum leikjum liðanna í 32-liða úrslitum og eru því til alls líklegar í keppninni.
Leikirnir munu fara fram 6./7. febrúar og 13./14. febrúar en ekki liggur fyrir hvort að Fram muni selja heimaleikjarétt sinn líkt og félagið gerði fyrir leikina í 32-liða úrslitum.