"Þetta var ekta leikur í úrslitakeppni með hörkuvörn og markvörslu. Umgjörðin var frábær og stuðningsmenn beggja liða mættu vel," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að hans menn náðu 1-0 forystu gegn HK í undanúrslitaeinvígi N1 deildarinnar í kvöld.
Valsmenn gátu að miklu leyti þakkað markverðinum Ólafi Gíslasyni sigurinn, því hann varði hátt í helming þeirra skota sem á hann komu í leiknum.
"Ólafur var frábær í markinu hjá okkur í kvöld. Þeir unnu okkur á markvörslu síðast þegar við mættum þeim og nú er bara hörkuleikur framundan í Digranesinu hjá okkur. Óli er frábær markvörður og fyrirliði og og ætlar að verða meistari eins og við hinir," sagði Óskar Bjarni.
Nú bíður Valsmanna erfiður leikur í Digranesi á mánudaginn. "Það verður mjög krefjandi verkefni fyrir okkur," sagði Óskar.
Óskar hrósaði fyrirliðanum

Mest lesið






Partey ákærður fyrir nauðgun
Fótbolti


Átta mánaða gamall með Íslandi á EM
Fótbolti

Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota
Íslenski boltinn
