John O'Shea var vitanlega ánægður með 1-0 sigur sinna manna í Manchester United gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en varaði þó við of mikilli bjartsýni.
„Við náðum að skora, héldum hreina og við vitum að við getum skorað á Emirates-leikvanginum," sagði O'Shea eftir leik.
Spurður hvort þeir United hefði átt að skora fleiri mörk í leiknum sagði hann að það hefði vel getað verið.
„Við fengum nokkur ágæt færi. En markvörðurinn þeirra varði glæsilega nokkrum sinnum. Miðað við frammistöðu okkar í fyrri hálfleik hefðum við getað skorað nokkur mörk í viðbót."
„En þetta er ekki búið, það er víst."