Brasilíumaðurinn Ronaldinho er á því að hann sé að spila betri fótbolta með AC Milan núna en þegar hann var í herbúðum Barcelona.
Ronaldinho hefur nánast risið upp frá dauðum í vetur og leikið við hvurn sinn fingur. Fyrir vikið hefur Milan verið á mikilli siglingu.
„Ég er orðinn aftur eins og ég á að mér að vera. Ég held reyndar að ég sé enn sterkari núna en ég var áður. Það virðist allt vera auðveldara," sagði Ronaldinho og bætti við að hann ætti sérstaklega gott samband við landa sinn og þjálfara, Leonardo.