Hæstu bónusgreiðslur í 140 ára sögu Goldman Sachs 21. júní 2009 14:04 Starfsfólk fjárfestingarbankans Goldman Sachs sér fram á að í ár fái það hæstu launabónusgreiðslur í 140 ára sögu bankans. Og það er fjármálakreppan sem gerir þetta að verkum, merkilegt nokk. Í frétt um málið í blaðinu The Guardian segir að starfsfólk Goldman Sachs sé trúlega ekki þeir einu sem fái metbónusa í ár. „Það lítur út fyrir að árið í ár verði það besta í sögunni fyrir fjárfestingabanka, það er þeirra sem komust minnst laskaðir út úr fjármálakreppunni," segir David Williams greinandi hjá Fox Pitt Kelton. Og helsta ástæðan fyrir þessu er fjármálakreppan sjálf. „Þessir bankar eru milliliðirnir á skuldabréfamarkaðinum þar sem ríkisstjórnir og fyrirtæki afla sér milljarða í nýju lánsfé," segir David Williams. „Þar að auki er skortur á samkeppni sem þýðir að þessir bankar geta fengið gífurlegar upphæðir fyrir þjónustu sína." Goldman Sachs er stærsti einstaki aðilinn sem á í viðskiptum með bandarísk ríkisskuldabréf en útgáfa á þeim hefur aldrei verið meiri í sögunni eins og kunnugt er. Bara á þeim markaði er talið að hagnaður bankans sé talinn í hundruðum milljóna dollara. Goldman Sachs leggur fram uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í næstu viku og flestir gera ráð fyrir að bankinn muni sína mikinn hagnað á tímabilinu. Og þess má geta að Goldman Sachs varð fyrir töluverðu höggi í kreppunni á síðasta ári en án þess að fara á hliðina. Og síðan kom ofurfjárfestirinn Warren Buffet til sögunnar í janúar og keypti hlutabréf í bankanum fyrir 5 milljarða dollara. Buffet hefur þegar hagnast um milljarð dollara, eða 128 milljarða kr., á þeirri fjárfestingu. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Starfsfólk fjárfestingarbankans Goldman Sachs sér fram á að í ár fái það hæstu launabónusgreiðslur í 140 ára sögu bankans. Og það er fjármálakreppan sem gerir þetta að verkum, merkilegt nokk. Í frétt um málið í blaðinu The Guardian segir að starfsfólk Goldman Sachs sé trúlega ekki þeir einu sem fái metbónusa í ár. „Það lítur út fyrir að árið í ár verði það besta í sögunni fyrir fjárfestingabanka, það er þeirra sem komust minnst laskaðir út úr fjármálakreppunni," segir David Williams greinandi hjá Fox Pitt Kelton. Og helsta ástæðan fyrir þessu er fjármálakreppan sjálf. „Þessir bankar eru milliliðirnir á skuldabréfamarkaðinum þar sem ríkisstjórnir og fyrirtæki afla sér milljarða í nýju lánsfé," segir David Williams. „Þar að auki er skortur á samkeppni sem þýðir að þessir bankar geta fengið gífurlegar upphæðir fyrir þjónustu sína." Goldman Sachs er stærsti einstaki aðilinn sem á í viðskiptum með bandarísk ríkisskuldabréf en útgáfa á þeim hefur aldrei verið meiri í sögunni eins og kunnugt er. Bara á þeim markaði er talið að hagnaður bankans sé talinn í hundruðum milljóna dollara. Goldman Sachs leggur fram uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í næstu viku og flestir gera ráð fyrir að bankinn muni sína mikinn hagnað á tímabilinu. Og þess má geta að Goldman Sachs varð fyrir töluverðu höggi í kreppunni á síðasta ári en án þess að fara á hliðina. Og síðan kom ofurfjárfestirinn Warren Buffet til sögunnar í janúar og keypti hlutabréf í bankanum fyrir 5 milljarða dollara. Buffet hefur þegar hagnast um milljarð dollara, eða 128 milljarða kr., á þeirri fjárfestingu.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira