Viggó Sigurðsson var í dag úrskurðaður í eins leiks bann og missir hann því af fyrsta leik Fram í úrslitakeppninni.
Viggó er þjálfari Fram og fékk að líta rauða spjaldið að loknum leik liðsins gegn Akureyri á sunnudaginn.
Fram mætir deildarmeisturum Hauka í undanúrslitunum og fer fyrsti leikurinn fram á fimmtudaginn í næstu viku.
Viggó í bann
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
