"Við erum meðvitaðir um að við erum að fara í gríðarlega erfitt verkefni á móti sterku Valsliði með mikla reynslu," sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Gróttu í samtali við Vísi þegar við spurðum hann út í úrslitaleikinn við Val í dag.
"Okkur hefur gengið vel í vetur þó við séum að spila í 1. deild og erum með um 90% vinningshlutfall. Við höfum verið að spila leiki undanfarið sem hafa tekið á taugarnar og ég vona að það hjálpi okkur," sagði þjálfarinn.
"Ef allt væri eðlilegt ætti Valur auðvitað að vinna þennan leik en ég reyni bara að hugsa um okkur og ég hef fulla trú á liðinu ef við náum að stilla þetta rétt. Ég þarf ekki að segja mikið við þessa stráka, þeir bíða spenntir eftir að mæta í þennan leik og ef þeir leggja sig ekki 100% fram í þessum leik, gera þeir það aldrei," sagði Ágúst.
Hef fulla trú á liðinu

Mest lesið



Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

