Þór/KA og Stjarnan tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Lengjubikars kvenna eftir sigur í sínum leikjum í undanúrslitum keppninnar.
Þór/KA vann 1-0 sigur á Breiðabliki með marki Rakelar Hönnudóttur á 37. mínútu.
Þá gerði Stjarnan sér lítið fyrir og sló út Val eftir 4-2 sigur í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu.
Úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn í Kórnum í Kópavogi og hefst klukkan 16.00.
Fótbolti