KR tapaði í morgun fyrir Beijing Aoeshen í sýningarleik sem fór fram í Chengdu. Lokatölur voru 101-73.
KR-ingar spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik og voru aðeins sjö stigum undir þegar síðari hálfleikur hófst, 50-43.
Heimamenn sigu svo fram úr í síðari hálfleik en fram kemur á heimasíðu KR að sigurinn hafi verið helst til stór.
Þreyta sagði til sín hjá leikmönnum KR undir lokin enda langt ferðalag að baki og leikurinn 48 mínútur, líkt og í NBA-deildinni.
Tommy Johnson skoraði 22 stig fyrir KR.