Kári: Þeir mega berja mig eins og þeir vilja Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 22:42 Kári Kristján í kröppum dansi fyrr í vetur. Mynd/Stefán Það verður seint sagt að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi verið vinsælasti maðurinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Það sauð enn á Valsmönnum út af olnbogaskotinu sem Kári gaf Sigurði Eggertssyni í síðasta leik en Sigurður rifbeinsbrotnaði fyrir vikið og spilar ekki meira með. Kári fékk óblíðar móttökur á línunni í kvöld og leikmenn Vals voru duglegir að hvísla einhverju í eyrað á honum allt kvöldið. Voru það eflaust kaldar kveðjur sem Kári var að fá. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómgæslunni og þá er voðalega lítið annað sem ég get verið að spá í," sagði Kári Kristján aðspurður um hvað Haukamenn væru svona ósáttir við en í sama mund kom Þorgeir Haraldsson, fyrrum formaður handknattleiksdeildar Hauka, aðvífandi og minnti Kára á að það ætti ekki að ræða um dómarana. Eins og áður segir stóð Kári í ströngu í línunni. Hvernig fannst honum þessi átök í kvöld? „Þeir ætluðu að hleypa þessu upp í eitthvað bíó. Þeir mega alveg gera það ef þeir vilja. Það er ekkert mál. Þá þarf maður að treysta á að dómararnir vinni sitt verk. Þeir mega berja mig eins og þeir vilja en við sjáum hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum," sagði Kári en hann vildi ekki gefa upp hvað Valsmennirnir höfðu við hann að segja. Hann sagðist þó alltaf hafa gaman af glósunum frá Sigfúsi Sigurðssyni. Blaðamaður bar þá undir hann ummæli Sigfúsar að hann væri til í að berja Haukamennina út á plani á Ásvöllum á laugardag. „Ég er klár í þetta," sagði Kári og brosti og var greinilega ekki jafn mikil alvara og Sigfúsi með að mæta í slagsmál út á bílaplani. „Fjölmiðlaumræðan er búin að „hæpa" svolítið varnarleikinn hjá okkur. Eins og við séum að spila taekwondo allan tímann. Ég held að við séum svolítið að gjalda þess. Við höfum spilað þessa vörn í allan vetur og ég skil ekki af hverju menn eru allt í einu farnir að grenja yfir henni núna. „Þú sérð hvernig Valur spilar. Við erum ekkert að væla. Þeir spila af sömu hörku og við og jafnvel meira í kvöld. Við vælum ekki yfir því og vonandi hætta þeir að grenja yfir okkur," sagði Kári Kristján að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Það verður seint sagt að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi verið vinsælasti maðurinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Það sauð enn á Valsmönnum út af olnbogaskotinu sem Kári gaf Sigurði Eggertssyni í síðasta leik en Sigurður rifbeinsbrotnaði fyrir vikið og spilar ekki meira með. Kári fékk óblíðar móttökur á línunni í kvöld og leikmenn Vals voru duglegir að hvísla einhverju í eyrað á honum allt kvöldið. Voru það eflaust kaldar kveðjur sem Kári var að fá. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómgæslunni og þá er voðalega lítið annað sem ég get verið að spá í," sagði Kári Kristján aðspurður um hvað Haukamenn væru svona ósáttir við en í sama mund kom Þorgeir Haraldsson, fyrrum formaður handknattleiksdeildar Hauka, aðvífandi og minnti Kára á að það ætti ekki að ræða um dómarana. Eins og áður segir stóð Kári í ströngu í línunni. Hvernig fannst honum þessi átök í kvöld? „Þeir ætluðu að hleypa þessu upp í eitthvað bíó. Þeir mega alveg gera það ef þeir vilja. Það er ekkert mál. Þá þarf maður að treysta á að dómararnir vinni sitt verk. Þeir mega berja mig eins og þeir vilja en við sjáum hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum," sagði Kári en hann vildi ekki gefa upp hvað Valsmennirnir höfðu við hann að segja. Hann sagðist þó alltaf hafa gaman af glósunum frá Sigfúsi Sigurðssyni. Blaðamaður bar þá undir hann ummæli Sigfúsar að hann væri til í að berja Haukamennina út á plani á Ásvöllum á laugardag. „Ég er klár í þetta," sagði Kári og brosti og var greinilega ekki jafn mikil alvara og Sigfúsi með að mæta í slagsmál út á bílaplani. „Fjölmiðlaumræðan er búin að „hæpa" svolítið varnarleikinn hjá okkur. Eins og við séum að spila taekwondo allan tímann. Ég held að við séum svolítið að gjalda þess. Við höfum spilað þessa vörn í allan vetur og ég skil ekki af hverju menn eru allt í einu farnir að grenja yfir henni núna. „Þú sérð hvernig Valur spilar. Við erum ekkert að væla. Þeir spila af sömu hörku og við og jafnvel meira í kvöld. Við vælum ekki yfir því og vonandi hætta þeir að grenja yfir okkur," sagði Kári Kristján að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira