Valur Ingimundarson er hættur sem þjálfari Njarðvíkur og stýrði liðinu því í síðasta sinn í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. Það kemur fram á heimasíðu Njarðvíkur og Valur hafi gengið á fund stjórnar á föstudaginn og beðist lausnar frá störfum sem þjálfari félagsins frá og með morgundeginum.
Valur hættir því sem þjálfari Njarðvíkur aðeins nokkrum dögum á eftir að bróðir hans, Sigurður Ingimundarson, hætti með sænska liðið Solna. Valur var einmitt úti hjá Sigurði þegar hann sagði upp hjá sænska úrvalsdeildarliðinu.
Ekki er ljóst hver tekur við Njarðvíkurliðinu en á heimasíðu Njarðvíkur kemur fram að fréttir af þjálfaramálum ættu að detta inn á næstu tveimur dögum.
Valur hættur sem þjálfari Njarðvíkur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn



Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn


Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
