Thomas Gravesen hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna en hann er 32 ára gamall.
Gravesen á að baki tólf ára feril sem atvinnumaður og hefur á þeim tíma meðal annars leikið með Real Madrid, Celtic, Hamburg og Everton. Hann lék 76 leiki með danska landsliðinu.
„Ég hef spilað í tólf ár erlendis í fjórum frábærum löndum," sagði hann í yfirlýsingu sem hann gaf út í dag. „Ég er þakklátur fyrir þá reynslu en ég myndi engu vilja breyta fengi ég að gera þetta allt aftur. En ég verð 33 ára gamall í mars og þess vegna tel ég að hætta nú áður en ég neyðist til að hætta af heilsufarsástæðum."
Bróðir hans, Peter, lék í þrjú ár með Fylki en hélt aftur til Danmerkur í haust.