Eldfjallagarður er samstarfsverkefni 20. nóvember 2009 06:00 Hugmyndir um eldfjallagarð á Reykjanesskaga hafa verið alllengi á kreiki. Fyrir meira en áratug vann ég greinargerð fyrir Hafnarfjarðarbæ um safn til sögu eldvirkni og um eldfjallagarð tengdan því. Með eldfjallagarði er átt við mörg samstengd svæði eða staði þar sem áhugafólk getur fræðst með einhverjum hætti (skilti, prentefni, hljóðrænar upplýsingar osfrv.) um sögu eldgosa, eldstöðvar, gosmyndanir og jarðskorpuhreyfingar. Milli staða geta menn ýmist ekið, hjólað eða gengið, allt eftir stað, vegalengd og áhuga. Sýningar eða sérstök mannvirki sem varða jarðeld eða jarðhita geta verið hluti garðsins. Á Reykjanesskaga er að finna mest af því sem jarðeldur á Íslandi hefur skapað en þó ekki stóru, þroskuðu megineldstöðvarnar, eldkeilur og fjöll með öskju. Hengill er samt þar í ætt sem ung megineldstöð. Gestir geta skoðað allan garðinn eða aðeins hluta, eftir því hvað tími eða áhugi segir til um og hann nýtist jafnt lærðum sem leikum. Og þessi garður þarf ekki að vera sá eini á landinu. Svæði eins og Eldgjá-Lakagígar-Langisjór, Hekla-Torfajökull, Snæfellsjökull og nágrenni, land frá Hnappadal yfir í Hraunsfjörð og milli Gjástykkis og Mývatns eru líka hentug. Í sínu ítrasta formi tekur eldfjallagarður á Reykjansskaga til hans alls, þ.e. nokkurra svæða sem mynda heild og markast þau að mestu af landsvæðum og stöðum innan fjögurra eldstöðvakerfa sem liggja skáhallt inn eftir skaganum. Af sjálfu leiðir að eldfjallagarður af bestu gerð er samvinnuverkefni allra sveitarfélaga skagans. Og raunar fleiri aðila inn þeirra og utan. Gera þarf framsetninguna vel úr garði, heildstæða og náttúruvæna, og hafa viðhald í lagi sem og allan rekstur. Ég hef skrifað nokkar blaðagreinar um eldfjallagarða og enn fremur unnið lauslegar hugmyndir að Reykjaneseldfjallagarði (eða hluta hans) fyrir ýmsa aðila síðan á öldinni sem leið og því fylgst með framvindunni. Áhuginn sýnist aukast jafnt og þétt og er það vel. Hann hefur til dæmis komið fram hjá náttúruverndarsamtökum, meðal aðila í Reykjanesbæ, hjá forsvarsmönnum Grindavíkur, í Hafnarfirði og nú síðast samfara vinnu við tillögur að opnun Þríhnúkagígs en hann er í landi Kópavogs. Fyrir meira en áratug var unnið að lagningu Reykjavegar en það er um 130 kílómetra löng gönguleið, sjö daga ferð, frá Nesjavöllum, eftir endilöngum Reykjanesskaganum, að Reykjanesvita. Leiðin var stikuð og koma átti upp gistiaðstöðu (litlum skálum og tjaldstæðum) við hana. Verkið var unnið með samvinnu flestra þáverandi sveitarfélaga, frá Kjalarnesi til Garðs. Því miður tókst ekki að ljúka verkefninu með gistiaðstöðu og enginn rekstraraðili fannst. Auðvitað er verkefni sem þetta lítið miðað við gerð góðs eldfjallagarðs en það kennir þó að samvinna er möguleg. Á það er minnt með þessum pistli. Enn fremur er augljóst að samvinnan verður að taka til þess hvernig menn samþætta slíkan garð og aðra auðlindanýtingu á skaganum öllum. Höfundur er jarðeðlisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Hugmyndir um eldfjallagarð á Reykjanesskaga hafa verið alllengi á kreiki. Fyrir meira en áratug vann ég greinargerð fyrir Hafnarfjarðarbæ um safn til sögu eldvirkni og um eldfjallagarð tengdan því. Með eldfjallagarði er átt við mörg samstengd svæði eða staði þar sem áhugafólk getur fræðst með einhverjum hætti (skilti, prentefni, hljóðrænar upplýsingar osfrv.) um sögu eldgosa, eldstöðvar, gosmyndanir og jarðskorpuhreyfingar. Milli staða geta menn ýmist ekið, hjólað eða gengið, allt eftir stað, vegalengd og áhuga. Sýningar eða sérstök mannvirki sem varða jarðeld eða jarðhita geta verið hluti garðsins. Á Reykjanesskaga er að finna mest af því sem jarðeldur á Íslandi hefur skapað en þó ekki stóru, þroskuðu megineldstöðvarnar, eldkeilur og fjöll með öskju. Hengill er samt þar í ætt sem ung megineldstöð. Gestir geta skoðað allan garðinn eða aðeins hluta, eftir því hvað tími eða áhugi segir til um og hann nýtist jafnt lærðum sem leikum. Og þessi garður þarf ekki að vera sá eini á landinu. Svæði eins og Eldgjá-Lakagígar-Langisjór, Hekla-Torfajökull, Snæfellsjökull og nágrenni, land frá Hnappadal yfir í Hraunsfjörð og milli Gjástykkis og Mývatns eru líka hentug. Í sínu ítrasta formi tekur eldfjallagarður á Reykjansskaga til hans alls, þ.e. nokkurra svæða sem mynda heild og markast þau að mestu af landsvæðum og stöðum innan fjögurra eldstöðvakerfa sem liggja skáhallt inn eftir skaganum. Af sjálfu leiðir að eldfjallagarður af bestu gerð er samvinnuverkefni allra sveitarfélaga skagans. Og raunar fleiri aðila inn þeirra og utan. Gera þarf framsetninguna vel úr garði, heildstæða og náttúruvæna, og hafa viðhald í lagi sem og allan rekstur. Ég hef skrifað nokkar blaðagreinar um eldfjallagarða og enn fremur unnið lauslegar hugmyndir að Reykjaneseldfjallagarði (eða hluta hans) fyrir ýmsa aðila síðan á öldinni sem leið og því fylgst með framvindunni. Áhuginn sýnist aukast jafnt og þétt og er það vel. Hann hefur til dæmis komið fram hjá náttúruverndarsamtökum, meðal aðila í Reykjanesbæ, hjá forsvarsmönnum Grindavíkur, í Hafnarfirði og nú síðast samfara vinnu við tillögur að opnun Þríhnúkagígs en hann er í landi Kópavogs. Fyrir meira en áratug var unnið að lagningu Reykjavegar en það er um 130 kílómetra löng gönguleið, sjö daga ferð, frá Nesjavöllum, eftir endilöngum Reykjanesskaganum, að Reykjanesvita. Leiðin var stikuð og koma átti upp gistiaðstöðu (litlum skálum og tjaldstæðum) við hana. Verkið var unnið með samvinnu flestra þáverandi sveitarfélaga, frá Kjalarnesi til Garðs. Því miður tókst ekki að ljúka verkefninu með gistiaðstöðu og enginn rekstraraðili fannst. Auðvitað er verkefni sem þetta lítið miðað við gerð góðs eldfjallagarðs en það kennir þó að samvinna er möguleg. Á það er minnt með þessum pistli. Enn fremur er augljóst að samvinnan verður að taka til þess hvernig menn samþætta slíkan garð og aðra auðlindanýtingu á skaganum öllum. Höfundur er jarðeðlisfræðingur.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun