
Eldfjallagarður er samstarfsverkefni
Fyrir meira en áratug vann ég greinargerð fyrir Hafnarfjarðarbæ um safn til sögu eldvirkni og um eldfjallagarð tengdan því. Með eldfjallagarði er átt við mörg samstengd svæði eða staði þar sem áhugafólk getur fræðst með einhverjum hætti (skilti, prentefni, hljóðrænar upplýsingar osfrv.) um sögu eldgosa, eldstöðvar, gosmyndanir og jarðskorpuhreyfingar. Milli staða geta menn ýmist ekið, hjólað eða gengið, allt eftir stað, vegalengd og áhuga. Sýningar eða sérstök mannvirki sem varða jarðeld eða jarðhita geta verið hluti garðsins.
Á Reykjanesskaga er að finna mest af því sem jarðeldur á Íslandi hefur skapað en þó ekki stóru, þroskuðu megineldstöðvarnar, eldkeilur og fjöll með öskju. Hengill er samt þar í ætt sem ung megineldstöð. Gestir geta skoðað allan garðinn eða aðeins hluta, eftir því hvað tími eða áhugi segir til um og hann nýtist jafnt lærðum sem leikum. Og þessi garður þarf ekki að vera sá eini á landinu. Svæði eins og Eldgjá-Lakagígar-Langisjór, Hekla-Torfajökull, Snæfellsjökull og nágrenni, land frá Hnappadal yfir í Hraunsfjörð og milli Gjástykkis og Mývatns eru líka hentug.
Í sínu ítrasta formi tekur eldfjallagarður á Reykjansskaga til hans alls, þ.e. nokkurra svæða sem mynda heild og markast þau að mestu af landsvæðum og stöðum innan fjögurra eldstöðvakerfa sem liggja skáhallt inn eftir skaganum. Af sjálfu leiðir að eldfjallagarður af bestu gerð er samvinnuverkefni allra sveitarfélaga skagans. Og raunar fleiri aðila inn þeirra og utan. Gera þarf framsetninguna vel úr garði, heildstæða og náttúruvæna, og hafa viðhald í lagi sem og allan rekstur.
Ég hef skrifað nokkar blaðagreinar um eldfjallagarða og enn fremur unnið lauslegar hugmyndir að Reykjaneseldfjallagarði (eða hluta hans) fyrir ýmsa aðila síðan á öldinni sem leið og því fylgst með framvindunni. Áhuginn sýnist aukast jafnt og þétt og er það vel. Hann hefur til dæmis komið fram hjá náttúruverndarsamtökum, meðal aðila í Reykjanesbæ, hjá forsvarsmönnum Grindavíkur, í Hafnarfirði og nú síðast samfara vinnu við tillögur að opnun Þríhnúkagígs en hann er í landi Kópavogs.
Fyrir meira en áratug var unnið að lagningu Reykjavegar en það er um 130 kílómetra löng gönguleið, sjö daga ferð, frá Nesjavöllum, eftir endilöngum Reykjanesskaganum, að Reykjanesvita. Leiðin var stikuð og koma átti upp gistiaðstöðu (litlum skálum og tjaldstæðum) við hana. Verkið var unnið með samvinnu flestra þáverandi sveitarfélaga, frá Kjalarnesi til Garðs. Því miður tókst ekki að ljúka verkefninu með gistiaðstöðu og enginn rekstraraðili fannst. Auðvitað er verkefni sem þetta lítið miðað við gerð góðs eldfjallagarðs en það kennir þó að samvinna er möguleg. Á það er minnt með þessum pistli. Enn fremur er augljóst að samvinnan verður að taka til þess hvernig menn samþætta slíkan garð og aðra auðlindanýtingu á skaganum öllum.
Höfundur er jarðeðlisfræðingur.
Skoðun

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar