Robert Pires, leikmaður Villarreal, spáir sínum gömlu félögum í Arsenal velgengni í Meistaradeild Evrópu.
Arsenal vann Villarreal í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar, samanlagt 5-1, og sagðist Pires að honum hafi þótt ungt lið Arsenal afar sterkt.
„Þeir geta náð langt,“ sagði Pires í samtali við enska fjölmiðla. „Þetta er mjög hæfileikaríkt lið. Leikmenn eru ungir, ferskir og fljótir. Ég vona að liðið komist í úrslitin og verði Evrópumeistari.“
„Ég er enn aðdáandi Arsenal sem spilar þá tegund af knattspyrnu sem ég elska.“