Skálkaskjólið 5. nóvember 2009 06:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vinsælt skotmark þessa dagana. Helst er að skilja að þessi alþjóðlega stofnun sé stór hluti af þeim vanda sem þjóðin glímir við. Gagnrýnin spannar allt sviðið, frá vinstri til hægri, enda liggur sjóðurinn vel við höggi. Saga hans hingað til er ekki beinlínis vörðuð glæsilegum sigrum og fáir eru til varnar. Þeir sem vilja hins vegar gera sjóðinn að blóraböggli við núverandi aðstæður eru á miklum villigötum. Efnahagsáætlunin sem var endurskoðuð og afgreidd í síðustu viku í Washington er höfundarverk þriggja stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunn að áætluninni síðastliðið haust og undir hana skrifuðu, fyrir hönd ríkisins, þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, báðir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessa áætlun gerði Vinstrihreyfingin - grænt framboð að sinni þegar hún settist í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Að auki blessaði Framsóknarflokkurinn áætlunina með stuðningi sínum við minnihlutastjórn þeirra flokka sem náðu meirihluta í kosningum í vor. Efnahagsáætlunin er sem sagt íslensk í húð og hár. Engu að síður er enn verið að blaðra um að þetta sé áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hamast á honum fyrir verk sem aðrir bera ábyrgð á. Staðreyndir málsins eru þær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ein af þeim stoðum sem íslensk stjórnvöld hafa fengið til að styðja við efnahagsáætlun sína. Ef Ísland kýs svo er hægt að kveðja sjóðinn og afþakka aðstoð hans strax í dag. Hvaða úrræði væru þá í boði er á huldu. Fyrrverandi og núverandi stjórnarandstæðingar töldu lausnina vera að finna í Noregi. Það reyndist mikill misskilningur. Norðmenn höfðu engan áhuga á að lána okkur nema í samfloti við aðrar þjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skýringin á því áhugaleysi var ekki þrýstingur Breta og Hollendinga vegna Icesave, eins og hefur verið vinsæl söguskýring á drætti endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar í Washington. Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, orðaði ástæðuna skorinort þegar hún sagði að Íslendingar yrðu að axla ábyrgð á þeirri frjálshyggjutilraun sem stjórnvöld hefðu ráðist í að gera. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hversu margir hafa verið tilbúnir að hjóla í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa í þeim málflutningi skákað í skjóli ábyrgðarleysisins sem felst í því að vera ekki lengur við völd. Innan ríkisstjórnarflokkanna reyndist sjóðurinn aftur á móti hentug fjarvistarsönnun fyrir stjórnleysinu sem ríkti í þeirra röðum vegna Icesave-málsins. Í báðum tilfellum er á ferðinni ákveðin tegund af afneitun á ábyrgð. Annars vegar á eigin gjörðum, hins vegar á því að stýra landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vinsælt skotmark þessa dagana. Helst er að skilja að þessi alþjóðlega stofnun sé stór hluti af þeim vanda sem þjóðin glímir við. Gagnrýnin spannar allt sviðið, frá vinstri til hægri, enda liggur sjóðurinn vel við höggi. Saga hans hingað til er ekki beinlínis vörðuð glæsilegum sigrum og fáir eru til varnar. Þeir sem vilja hins vegar gera sjóðinn að blóraböggli við núverandi aðstæður eru á miklum villigötum. Efnahagsáætlunin sem var endurskoðuð og afgreidd í síðustu viku í Washington er höfundarverk þriggja stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunn að áætluninni síðastliðið haust og undir hana skrifuðu, fyrir hönd ríkisins, þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, báðir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessa áætlun gerði Vinstrihreyfingin - grænt framboð að sinni þegar hún settist í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Að auki blessaði Framsóknarflokkurinn áætlunina með stuðningi sínum við minnihlutastjórn þeirra flokka sem náðu meirihluta í kosningum í vor. Efnahagsáætlunin er sem sagt íslensk í húð og hár. Engu að síður er enn verið að blaðra um að þetta sé áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hamast á honum fyrir verk sem aðrir bera ábyrgð á. Staðreyndir málsins eru þær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ein af þeim stoðum sem íslensk stjórnvöld hafa fengið til að styðja við efnahagsáætlun sína. Ef Ísland kýs svo er hægt að kveðja sjóðinn og afþakka aðstoð hans strax í dag. Hvaða úrræði væru þá í boði er á huldu. Fyrrverandi og núverandi stjórnarandstæðingar töldu lausnina vera að finna í Noregi. Það reyndist mikill misskilningur. Norðmenn höfðu engan áhuga á að lána okkur nema í samfloti við aðrar þjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skýringin á því áhugaleysi var ekki þrýstingur Breta og Hollendinga vegna Icesave, eins og hefur verið vinsæl söguskýring á drætti endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar í Washington. Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, orðaði ástæðuna skorinort þegar hún sagði að Íslendingar yrðu að axla ábyrgð á þeirri frjálshyggjutilraun sem stjórnvöld hefðu ráðist í að gera. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hversu margir hafa verið tilbúnir að hjóla í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa í þeim málflutningi skákað í skjóli ábyrgðarleysisins sem felst í því að vera ekki lengur við völd. Innan ríkisstjórnarflokkanna reyndist sjóðurinn aftur á móti hentug fjarvistarsönnun fyrir stjórnleysinu sem ríkti í þeirra röðum vegna Icesave-málsins. Í báðum tilfellum er á ferðinni ákveðin tegund af afneitun á ábyrgð. Annars vegar á eigin gjörðum, hins vegar á því að stýra landinu.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun