Næst síðasta umferð Pepsi-deildar kvenna fer fram í dag en Íslandsmeistarar Vals geta þá innsiglað titilvörn sína þegar botnlið Keflavíkur kemur í heimsókn á Vodafonevöllinn.
Valur er með fimm stiga forskot á Breiðablik, Þór/KA og Stjörnuna og nægir því í raun og veru jafntefli í leiknum vegna yfirburða stöðu sinnar í markatölu af liðunum fjórum en Valsstúlkur verða að teljast líklegar til þess að vinna leikinn enda Keflavík tapað öllum sextán leikjum sínum í deildinni í sumar.
Leikir kvöldsins hefjast allir kl. 17.30:
Valur-Keflavík
Stjarnan-Fylkir
Þór/KA-Afturelding/Fjölnir
ÍR-Breiðablik
GRV-KR