Gjaldeyrishöft hjá fleiri löndum en Íslandi 22. maí 2009 10:40 Gjaldeyrishöft eru við lýði hjá fleiri löndum en Íslandi. Þau eru einnig til staðar í Nígeríu og Úkraníu. Og nokkur lönd til viðbótar eru að íhuga gjaldeyrishöft. Í samantekt hjá Reuters um málið eru Rússland og Kazakhstan nefnd sem dæmi þar sem gjaldeyrishöft yrðu hugsanlega tekin upp í náinni framtíð. Og umræða hefur farið fram í þeim Evrópulöndum sem hafa orðið hvað harðast úti í fjármálakreppunni. Löndum á borð við baltnesku löndin og austur evrópsku löndin Ungverjaland, Pólland og Rúmeníu. Bæði Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands og seðlabankastjóri landsins hafa sagt opinberlega að þeir séu á móti gjaldeyrishöftum þrátt fyrir að margir embættismenn vilji nota þau til að styðja við gengi rúblunnar. Gjaldeyrishöft voru við lýði áður í Rússlandi en þau voru afnumin árið 2006. Samkvæmt Reuters eru áköll um gjaldeyrishöft einkum talin vera óbein gagnrýni á fjármálaráðherra landsins, Alexei Kudrin en hinsvegar er ekki útilokað að Rússar muni til að grípa til þeirra ef þrýstingur á rúbluna eykst enn frekar en orðið er. Á þingi Kazakhstan er nú til umræðu nýtt frumvarp um að taka upp gjaldeyrishöft. Hinsvegar hefur seðlabankastjóri landsins sagt að þau séu óþörf eftir að gengi gjaldmiðils landsins féll um 18% gagnvart dollaranum í febrúar s.l. Hvað varðar lönd sem eru innan Evrópubandalagsins eða eru með gjaldmiðla sína tengda evrunni er talið mjög ólíklegt að þar verði gjaldeyrishöftum komið á. Enda myndi slíkt tefja fyrir upptöku evrunnar í viðkomandi löndum. Það eru hinsvegar til neyðarákvæði í samningum ESB um að setja megi á gjaldeyrishöft við mjög óeðlilegar aðstæður og þá um stuttan tíma undir eftirliti OECD og ESB. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gjaldeyrishöft eru við lýði hjá fleiri löndum en Íslandi. Þau eru einnig til staðar í Nígeríu og Úkraníu. Og nokkur lönd til viðbótar eru að íhuga gjaldeyrishöft. Í samantekt hjá Reuters um málið eru Rússland og Kazakhstan nefnd sem dæmi þar sem gjaldeyrishöft yrðu hugsanlega tekin upp í náinni framtíð. Og umræða hefur farið fram í þeim Evrópulöndum sem hafa orðið hvað harðast úti í fjármálakreppunni. Löndum á borð við baltnesku löndin og austur evrópsku löndin Ungverjaland, Pólland og Rúmeníu. Bæði Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands og seðlabankastjóri landsins hafa sagt opinberlega að þeir séu á móti gjaldeyrishöftum þrátt fyrir að margir embættismenn vilji nota þau til að styðja við gengi rúblunnar. Gjaldeyrishöft voru við lýði áður í Rússlandi en þau voru afnumin árið 2006. Samkvæmt Reuters eru áköll um gjaldeyrishöft einkum talin vera óbein gagnrýni á fjármálaráðherra landsins, Alexei Kudrin en hinsvegar er ekki útilokað að Rússar muni til að grípa til þeirra ef þrýstingur á rúbluna eykst enn frekar en orðið er. Á þingi Kazakhstan er nú til umræðu nýtt frumvarp um að taka upp gjaldeyrishöft. Hinsvegar hefur seðlabankastjóri landsins sagt að þau séu óþörf eftir að gengi gjaldmiðils landsins féll um 18% gagnvart dollaranum í febrúar s.l. Hvað varðar lönd sem eru innan Evrópubandalagsins eða eru með gjaldmiðla sína tengda evrunni er talið mjög ólíklegt að þar verði gjaldeyrishöftum komið á. Enda myndi slíkt tefja fyrir upptöku evrunnar í viðkomandi löndum. Það eru hinsvegar til neyðarákvæði í samningum ESB um að setja megi á gjaldeyrishöft við mjög óeðlilegar aðstæður og þá um stuttan tíma undir eftirliti OECD og ESB.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira