Við verðum að forgangsraða Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. desember 2009 06:00 Hildur Sverrisdóttir skrifar um borgarmál Að ferðast um kyrrláta höfuðborgina á aðfangadagskvöld er alltaf sérstakt en sjaldan hefur það verið jafn áhrifamikið og í ár. Jólaljós í gluggum heimilanna voru hljóðir málsvarar um hvað flestir leggja áheslu á þegar erfiðleikar steðja að. Án efa hefur það verið mörgum erfitt að halda hátíð, um það ber fjöldi umsókna um aðstoð til hjálparsamtaka vitni. Margar fjölskyldur hafa líka þurft að forgangsraða upp á nýtt og hugsa um hvað væri nauðsynlegt til að halda jól og hverju mætti sleppa að sinni. Oftar en ekki hefur það verið erfitt val. Í þessari efnahagslegu ótíð verða stjórnvöld í Reykjavík, líkt og fjölskyldurnar, að forgangsraða hjá sér. Í slíku vandasömu verki er mikilvægt að stjórnvöld leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að hægt sé komast upp úr hjólförum tortryggni og vantrausts og skapa sátt í samfélaginu um þær aðgerðir sem grípa þarf til. Íslendingar hafa fyrir löngu komið sér saman um að vilja vera samfélag sem styður við þá sem það þurfa. Það er gott til þess að vita að enginn vilji er til þess breyta því þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika. Ekki er síður mikilvægt að allir leggist á eitt við að styrkja stoðir samfélagsins með því að grafa ekki vísvitandi undan trausti og gæta sanngirnis gagnvart hvert öðru. Stjórnmál morgundagsins muna snúast fyrst og fremst um vinnubrögð við að skapa traust og í sameiginlegum sáttatón séu teknar ákvarðanir um hvað skiptir okkur mestu máli. Það verður erfitt verkefni en eitt það mikilvægasta. Margir kviðu fyrir því ári sem nú er að kveðja og það hefur verið mörgum erfitt. Árið getur þó líka staðið sem áminning um hverju við getum áorkað þegar á reynir og haft það að leiðarljósi í komandi verkefnum. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir skrifar um borgarmál Að ferðast um kyrrláta höfuðborgina á aðfangadagskvöld er alltaf sérstakt en sjaldan hefur það verið jafn áhrifamikið og í ár. Jólaljós í gluggum heimilanna voru hljóðir málsvarar um hvað flestir leggja áheslu á þegar erfiðleikar steðja að. Án efa hefur það verið mörgum erfitt að halda hátíð, um það ber fjöldi umsókna um aðstoð til hjálparsamtaka vitni. Margar fjölskyldur hafa líka þurft að forgangsraða upp á nýtt og hugsa um hvað væri nauðsynlegt til að halda jól og hverju mætti sleppa að sinni. Oftar en ekki hefur það verið erfitt val. Í þessari efnahagslegu ótíð verða stjórnvöld í Reykjavík, líkt og fjölskyldurnar, að forgangsraða hjá sér. Í slíku vandasömu verki er mikilvægt að stjórnvöld leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að hægt sé komast upp úr hjólförum tortryggni og vantrausts og skapa sátt í samfélaginu um þær aðgerðir sem grípa þarf til. Íslendingar hafa fyrir löngu komið sér saman um að vilja vera samfélag sem styður við þá sem það þurfa. Það er gott til þess að vita að enginn vilji er til þess breyta því þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika. Ekki er síður mikilvægt að allir leggist á eitt við að styrkja stoðir samfélagsins með því að grafa ekki vísvitandi undan trausti og gæta sanngirnis gagnvart hvert öðru. Stjórnmál morgundagsins muna snúast fyrst og fremst um vinnubrögð við að skapa traust og í sameiginlegum sáttatón séu teknar ákvarðanir um hvað skiptir okkur mestu máli. Það verður erfitt verkefni en eitt það mikilvægasta. Margir kviðu fyrir því ári sem nú er að kveðja og það hefur verið mörgum erfitt. Árið getur þó líka staðið sem áminning um hverju við getum áorkað þegar á reynir og haft það að leiðarljósi í komandi verkefnum. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar