Opið bréf til Katrínar Júlíusdóttur Stefán Jón Hafstein skrifar 28. nóvember 2009 06:00 Sæl Kata. Ég er algjörlega ruglaður. Mér skilst að Samfylkingin styðji 360.000 tonna álver í Helguvík og það með hraði. Helst byrja næsta vor. Svo mikið liggur á að fara þarf með nýja stóriðjulínu til suðvesturs yfir vatnsból Reykvíkinga, sem sýnir að áhættufíklar eru enn við stjórn á Íslandi. Væru vatnsbólin olíulindir myndi engum detta í hug að taka minnstu áhættu með þær. Þessi auðæfi eru ómetanleg og þú ættir að láta kanna ávinninginn af því að fara þarna yfir í samanburði við aðrar leiðir – áður en farið er á skítugum trukkum yfir svæðið. Þar er nú bannað að fara með olíur og önnur efni. En það var ekki erindið. Ég hef reynt að fá botn í það hvaða orka eigi að fara um þessa línu til álversins. Það virðist enginn vita það. Mörður spurði vin sinn (og þinn) Björgvin Sig. um þetta í dagblaði; ég sá engin svör. Árni Finnsson spurði Jóhönnu um daginn (og margoft áður) og hvergi hefur birst svar. Árni og Mörður eru engir jólasveinar í svona málum, viti þeir ekki svörin er mér vorkunn. Og nú kemur vinkona okkar Þórunn Sveinbjarnar (sem er ekki heldur neinn jólasveinn) og segir: „Það eina sem liggur reyndar ekki alveg fyrir er hvernig eigi að afla orku til stóra álversins en væntanlega finna menn út úr því.“ Væntanlega? Þú sem iðnaðarráðherra veist örugglega svarið. Því ef þú veist það ekki, þá veit það enginn. Ég er því með nokkrar spurningar sem þú getur svarað lið fyrir lið: 1) Hvaða virkjanir eiga að útvega 360.000 tonna álveri í Helguvík þau megavött sem þarf? 2) Hversu mikið virkjanlegt og nýtanlegt afl (núna) verður þá eftir á SV-horninu fyrir annars konar stóriðju (gagnaver og rafmagn á bíla og fleira)? Frá hvaða virkjunum? (Ég er ekki að tala um tæknilausnir framtíðarinnar.) 3) Samkvæmt fréttaskýringum eru nú 70% af raforku Íslands bundin verðsveiflum á áli. Með Helguvíkurálveri verða 90% af allri raforkusölu á Íslandi tengd áli. Hversu mörg fjöregg telur þú rétt að hafa í einni körfu: 9 af 10? 7 af 10? Færri? Það er hægt að svara þessu öllu í örfáum orðum. Ég er svo með eina aukaspurningu sem gefur fimm stig en hana færðu þegar ég er búinn að sjá svörin við þessum. Kveðja heim. Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sæl Kata. Ég er algjörlega ruglaður. Mér skilst að Samfylkingin styðji 360.000 tonna álver í Helguvík og það með hraði. Helst byrja næsta vor. Svo mikið liggur á að fara þarf með nýja stóriðjulínu til suðvesturs yfir vatnsból Reykvíkinga, sem sýnir að áhættufíklar eru enn við stjórn á Íslandi. Væru vatnsbólin olíulindir myndi engum detta í hug að taka minnstu áhættu með þær. Þessi auðæfi eru ómetanleg og þú ættir að láta kanna ávinninginn af því að fara þarna yfir í samanburði við aðrar leiðir – áður en farið er á skítugum trukkum yfir svæðið. Þar er nú bannað að fara með olíur og önnur efni. En það var ekki erindið. Ég hef reynt að fá botn í það hvaða orka eigi að fara um þessa línu til álversins. Það virðist enginn vita það. Mörður spurði vin sinn (og þinn) Björgvin Sig. um þetta í dagblaði; ég sá engin svör. Árni Finnsson spurði Jóhönnu um daginn (og margoft áður) og hvergi hefur birst svar. Árni og Mörður eru engir jólasveinar í svona málum, viti þeir ekki svörin er mér vorkunn. Og nú kemur vinkona okkar Þórunn Sveinbjarnar (sem er ekki heldur neinn jólasveinn) og segir: „Það eina sem liggur reyndar ekki alveg fyrir er hvernig eigi að afla orku til stóra álversins en væntanlega finna menn út úr því.“ Væntanlega? Þú sem iðnaðarráðherra veist örugglega svarið. Því ef þú veist það ekki, þá veit það enginn. Ég er því með nokkrar spurningar sem þú getur svarað lið fyrir lið: 1) Hvaða virkjanir eiga að útvega 360.000 tonna álveri í Helguvík þau megavött sem þarf? 2) Hversu mikið virkjanlegt og nýtanlegt afl (núna) verður þá eftir á SV-horninu fyrir annars konar stóriðju (gagnaver og rafmagn á bíla og fleira)? Frá hvaða virkjunum? (Ég er ekki að tala um tæknilausnir framtíðarinnar.) 3) Samkvæmt fréttaskýringum eru nú 70% af raforku Íslands bundin verðsveiflum á áli. Með Helguvíkurálveri verða 90% af allri raforkusölu á Íslandi tengd áli. Hversu mörg fjöregg telur þú rétt að hafa í einni körfu: 9 af 10? 7 af 10? Færri? Það er hægt að svara þessu öllu í örfáum orðum. Ég er svo með eina aukaspurningu sem gefur fimm stig en hana færðu þegar ég er búinn að sjá svörin við þessum. Kveðja heim. Höfundur er félagi í Samfylkingunni.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun