Hvatning til þjóðarinnar Bjarni Benediktsson skrifar 31. desember 2009 06:00 Viðburðaríkt ár er senn á enda. Þrátt fyrir miklar sviptingar á flestum sviðum hefur lítið þokast og fátt áunnist. Íslenska þjóðin stendur að mestu frammi fyrir sömu vandamálunum og hún gerði í upphafi árs. Íslendingar eiga þó alla möguleika á að vinna sig út úr efnahagskreppunni á farsælan hátt. Til þess þarf skýr leiðarljós, samráð og samstöðu um grundvallarákvarðanir, því sagan sýnir að þegar íslenska þjóðin stendur saman vegnar henni vel. Stefna stjórnvalda undanfarna tvo áratugi um eflingu menntunar skiptir miklu við þessar aðstæður og vegna auðlinda okkar og sterkra innviða erum við í öfundsverðri stöðu í flestu tilliti samanborið við aðrar þjóðir. Nú skiptir öllu að stjórnvöld beiti hvetjandi aðgerðum til að blása þjóðinni kjark í brjóst og tiltrú á framtíðarmöguleika okkar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á líðandi ári munu á hinn bóginn hafa letjandi áhrif, því hærri skattar og þyngri álögur draga úr frumkvæði og lama sköpunarkraft. Sú hætta steðjar að okkur að þjóðin missi móðinn, hætti að trúa á að hún geti sigrast á erfiðleikunum. Slíkt vonleysi hefur gríðarlega neikvæð áhrif á uppbyggingu samfélagsins. Nú þarf að örva atvinnulífið, en ekki brjóta það niður. Nýta verður auðlindirnar til verðmætasköpunar og atvinnuuppbyggingar, í þjónustu, iðnaði og á öðrum sviðum. Heimilin í landinu verða einnig að fá svör við því hvernig bregðast á við skuldavanda þeirra. Meðan á þeim svörum stendur aukast líkur á að ungar fjölskyldur, sem ástandið bitnar hvað verst á, missi móðinn. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum eytt öllum sínum kröftum í að fá Icesave-málið samþykkt á Alþingi. Þeir samningar sem liggja málinu til grundvallar fela í sér mestu mistök íslenskrar ríkisstjórnar í áraraðir. Niðurstaða málsins gengur gegn hagsmunum Íslendinga en tekur þess í stað mið af þeim kröfum og skilmálum sem viðsemjendur okkar hafa þvingað fram og ríkisstjórnin gefið eftir. Það er því ekki ofmælt að segja ríkisstjórnina hafa brugðist hagsmunagæsluhlutverki sínu fyrir almenning. Komist Sjálfstæðisflokkurinn til áhrifa við landsstjórnina mun það verða fyrsta verk okkar að leita allra leiða til þess að rétta hlut íslensku þjóðarinnar sem hefur svo illilega verið fyrir borð borinn. Það er skylda okkar gagnvart framtíðarkynslóðum þessa lands og undan henni munum við ekki hlaupast. Sagan geymir mörg dæmi um meiri erfiðleika en þá sem við fáumst nú við og við Íslendingar höfum sigrast farsællega á. Af sögunni má bæði draga lærdóm og sækja kjark og baráttuþrek. Það er einnig mikilvægt að við nýtum reynslu annarra þjóða, þeirra sem best hefur tekist að vinna sig út úr áföllum. Brýnt er að að byrja á að ávinna sér traust og trúverðugleika þegna sinna með aðgerðum sem samstaða hefur verið um. Það er best gert með skýrri framtíðarstefnu, aðgerðaráætlun og ítarlegri greiningu á vandanum sem við blasir. Mikilvægt er að leggja kapp á að lágmarka atvinnuleysi og nýta þekkingu og þann mannauð sem í fólkinu býr, m.a. með því að byggja upp hugvit og verkvit í atvinnulífi og menntakerfi. Þeim hefur farnast best sem sýnt hafa aðhald í ríkisrekstri, forðast óþarfa skuldsetningu og sagt sóun stríð á hendur. Nauðsynlegt er einnig að nýta til hins ýtrasta tækifæri til uppbyggingar, á þeim grunnstoðum atvinnulífsins sem fyrir eru, sem og á vettvangi nýsköpunar. Af þessari reynslu eigum við Íslendingar að læra, nýta okkur mun betur en gert hefur verið og snúa af þeirri braut sem ríkisstjórnin er lögð af stað eftir. Sjálfstæðisflokkurinn mun hér eftir sem hingað til leggja áherslu á uppbyggingu og framfarir á þessum forsendum. Á næstu vikum mun rannsóknarnefnd Alþingis kynna niðurstöður sínar. Þær þarf að taka alvarlega, ræða af yfirvegun og nýta á uppbyggilegan hátt meðal annars með hliðsjón af reynslu annarra þjóða. Af þeim þurfum við að læra og á grundvelli þeirra meta hvernig endurskipuleggja beri stjórn- og eftirlitskerfi með það að markmiði að tryggja að sagan endurtaki sig ekki. Lánist okkur það munum við standa sterkari eftir. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég landsmönnum öllum árs og friðar og velfarnaðar á komandi ári. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Viðburðaríkt ár er senn á enda. Þrátt fyrir miklar sviptingar á flestum sviðum hefur lítið þokast og fátt áunnist. Íslenska þjóðin stendur að mestu frammi fyrir sömu vandamálunum og hún gerði í upphafi árs. Íslendingar eiga þó alla möguleika á að vinna sig út úr efnahagskreppunni á farsælan hátt. Til þess þarf skýr leiðarljós, samráð og samstöðu um grundvallarákvarðanir, því sagan sýnir að þegar íslenska þjóðin stendur saman vegnar henni vel. Stefna stjórnvalda undanfarna tvo áratugi um eflingu menntunar skiptir miklu við þessar aðstæður og vegna auðlinda okkar og sterkra innviða erum við í öfundsverðri stöðu í flestu tilliti samanborið við aðrar þjóðir. Nú skiptir öllu að stjórnvöld beiti hvetjandi aðgerðum til að blása þjóðinni kjark í brjóst og tiltrú á framtíðarmöguleika okkar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á líðandi ári munu á hinn bóginn hafa letjandi áhrif, því hærri skattar og þyngri álögur draga úr frumkvæði og lama sköpunarkraft. Sú hætta steðjar að okkur að þjóðin missi móðinn, hætti að trúa á að hún geti sigrast á erfiðleikunum. Slíkt vonleysi hefur gríðarlega neikvæð áhrif á uppbyggingu samfélagsins. Nú þarf að örva atvinnulífið, en ekki brjóta það niður. Nýta verður auðlindirnar til verðmætasköpunar og atvinnuuppbyggingar, í þjónustu, iðnaði og á öðrum sviðum. Heimilin í landinu verða einnig að fá svör við því hvernig bregðast á við skuldavanda þeirra. Meðan á þeim svörum stendur aukast líkur á að ungar fjölskyldur, sem ástandið bitnar hvað verst á, missi móðinn. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum eytt öllum sínum kröftum í að fá Icesave-málið samþykkt á Alþingi. Þeir samningar sem liggja málinu til grundvallar fela í sér mestu mistök íslenskrar ríkisstjórnar í áraraðir. Niðurstaða málsins gengur gegn hagsmunum Íslendinga en tekur þess í stað mið af þeim kröfum og skilmálum sem viðsemjendur okkar hafa þvingað fram og ríkisstjórnin gefið eftir. Það er því ekki ofmælt að segja ríkisstjórnina hafa brugðist hagsmunagæsluhlutverki sínu fyrir almenning. Komist Sjálfstæðisflokkurinn til áhrifa við landsstjórnina mun það verða fyrsta verk okkar að leita allra leiða til þess að rétta hlut íslensku þjóðarinnar sem hefur svo illilega verið fyrir borð borinn. Það er skylda okkar gagnvart framtíðarkynslóðum þessa lands og undan henni munum við ekki hlaupast. Sagan geymir mörg dæmi um meiri erfiðleika en þá sem við fáumst nú við og við Íslendingar höfum sigrast farsællega á. Af sögunni má bæði draga lærdóm og sækja kjark og baráttuþrek. Það er einnig mikilvægt að við nýtum reynslu annarra þjóða, þeirra sem best hefur tekist að vinna sig út úr áföllum. Brýnt er að að byrja á að ávinna sér traust og trúverðugleika þegna sinna með aðgerðum sem samstaða hefur verið um. Það er best gert með skýrri framtíðarstefnu, aðgerðaráætlun og ítarlegri greiningu á vandanum sem við blasir. Mikilvægt er að leggja kapp á að lágmarka atvinnuleysi og nýta þekkingu og þann mannauð sem í fólkinu býr, m.a. með því að byggja upp hugvit og verkvit í atvinnulífi og menntakerfi. Þeim hefur farnast best sem sýnt hafa aðhald í ríkisrekstri, forðast óþarfa skuldsetningu og sagt sóun stríð á hendur. Nauðsynlegt er einnig að nýta til hins ýtrasta tækifæri til uppbyggingar, á þeim grunnstoðum atvinnulífsins sem fyrir eru, sem og á vettvangi nýsköpunar. Af þessari reynslu eigum við Íslendingar að læra, nýta okkur mun betur en gert hefur verið og snúa af þeirri braut sem ríkisstjórnin er lögð af stað eftir. Sjálfstæðisflokkurinn mun hér eftir sem hingað til leggja áherslu á uppbyggingu og framfarir á þessum forsendum. Á næstu vikum mun rannsóknarnefnd Alþingis kynna niðurstöður sínar. Þær þarf að taka alvarlega, ræða af yfirvegun og nýta á uppbyggilegan hátt meðal annars með hliðsjón af reynslu annarra þjóða. Af þeim þurfum við að læra og á grundvelli þeirra meta hvernig endurskipuleggja beri stjórn- og eftirlitskerfi með það að markmiði að tryggja að sagan endurtaki sig ekki. Lánist okkur það munum við standa sterkari eftir. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég landsmönnum öllum árs og friðar og velfarnaðar á komandi ári. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun