Það er ekki á hverju vori sem úrslitaeinvígin um Íslandsmeistaratitla körfunnar fara alla leið í oddaleik hvað þá að þau geri það bæði.
Eftir sigur KR í Grindavík á laugardaginn var hinsvegar ljóst að í fyrsta sinn í fimmtán verða oddaleikir um bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna. KR og Grindavík spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli.
Haukar og KR mættust í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil Iceland Express deildar kvenna á Ásvöllum 1. apríl síðastliðinn. Þetta var fyrsti oddaleikur um Íslandsmeistaratitil kvennakörfunnar síðan árið 2002. Haukar unnu leikinn 69-64 og unnu einvígið þar með 3-2.
KR og Grindavík mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil Iceland Express deildar karla í DHL-Höllinni í kvöld. Þetta verður fyrsti oddaleikur um Íslandsmeistaratitil karlakörfunnar síðan árið 1999.
Vorið 1994 fóru síðast bæði úrslitaeinvígi karla og kvenna alla leið í oddaleik. Njarðvík vann þá Grindavík 67-68 í Grindavík í úrslitaleik karla 16. apríl en í úrslitaleik kvenna daginn áður vann Keflavík stöllur sínar í KR, 68-58, á heimavelli sínum í Keflavík.
Þetta er sautjánda vorið sem úrslitakeppni fer fram í bæði karla- og kvennaflokki og aðeins í annað skiptið sem bæði einvígin fara alla leið í oddaleik.
Oddaleikir um Íslandsmeistaratitil karla:
1985:* Njarðvík-Haukar 67-61
1988:* Njarðvík-Haukar 91-92 (66-66, 79-79)
1989:* Keflavík-KR 89-72
1991: Njarðvík-Keflavík 84-75
1992: Keflavík-Valur 77-68
1994: Grindavík-Njarðvík 67-68
1999: Keflavík-Njarðvík 88-82
2009: KR-Grindavík Í KVÖLD
* Þarf bara að vinna tvo leiki
Oddaleikir um Íslandsmeistaratitil kvenna:
1994: Keflavík-KR 68-58
2000: KR-Keflavík 43-58
2002: ÍS-KR 64-68
2009: Haukar-KR 69-64