Henning: Ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2009 12:55 Henning Henningsson, nýr þjálfari A-landsliðs kvenna. Henning Henningsson, nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, er mjög spenntur fyrir nýja starfinu en hann var ráðinn sem þjálfari liðsins í gær. „Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Það er mikill heiður fyrir alla þjálfara að fá að þjálfa A-landslið. Ég er búin að vera mjög lengi í kringum þennan kvennabolta og mér finnst þetta mjög mikil viðurkenning fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni," sagði Henning Henningsson um nýja starfið. Henning tekur við starfi Ágúst Björgvinssonar sem var sagt upp störfum í síðustu viku. „Maður hefði svo sem viljað taka við liðinu af betra tilefni en engu að síður þá er þetta lið sem er vel skipað. Aðalatriðið hjá okkur í þessu verkefni er dvelja ekki við það sem búið er heldur einbeita sér að verkefnunum sem eru framundan. Það verður mitt markmið að innstilla leikmann á það og ég hef engar áhyggjur af því að það takist ekki," sagði Henning. „Það er rétt rúmur mánuður í fyrsta mót þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta eru stelpur sem eru búnar að spila saman mjög lengi og þær þekkja hvora aðra mjög vel orðið," sagði Henning og hefur ekki áhyggjur af undirbúningnum fyrir komandi verkefni. Henning þekkir leikmennina líka mjög vel enda búin að þjálfa þær flestar á einhverjum tímapunkti annaðhvort með félagsliðum eða yngri landsliðum. „Ég mun byrja með 22 manna hóp sem Ágúst skildi við. Ég ætla að funda með þeim hópi en það getur vel verið að ég kalli einhverjar til í kjölfarið. Ég sé til með það. Þetta var bara ákveðið í gærkvöldi þannig að ég er rétt að setja mig í stellingar," sagði Henning. Það er stutt í fyrstu æfinguna enda ekki langt í fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Ég mun byrja að æfa á næstu dögum, það verður keyrt af stað og það verða ekki margar æfingar þangað til ég sker niður hópinn. Ég þekki kannski 18 af 22 leikmönnum og ég er síðan búin að spila móti hinum í allan vetur þannig að ég veit alveg hvað þær geta. Ég þarf ekki langan tíma til þess að skera þennan hóp niður," segir Henning og stefnan hefur þegar verið tekin á gullið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. „Íslensk körfuboltalið fara aldrei með annað markmið á Smáþjóðaleika en til að vinna og það verður svo hjá okkur líka," sagði Henning að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Henning Henningsson, nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, er mjög spenntur fyrir nýja starfinu en hann var ráðinn sem þjálfari liðsins í gær. „Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Það er mikill heiður fyrir alla þjálfara að fá að þjálfa A-landslið. Ég er búin að vera mjög lengi í kringum þennan kvennabolta og mér finnst þetta mjög mikil viðurkenning fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni," sagði Henning Henningsson um nýja starfið. Henning tekur við starfi Ágúst Björgvinssonar sem var sagt upp störfum í síðustu viku. „Maður hefði svo sem viljað taka við liðinu af betra tilefni en engu að síður þá er þetta lið sem er vel skipað. Aðalatriðið hjá okkur í þessu verkefni er dvelja ekki við það sem búið er heldur einbeita sér að verkefnunum sem eru framundan. Það verður mitt markmið að innstilla leikmann á það og ég hef engar áhyggjur af því að það takist ekki," sagði Henning. „Það er rétt rúmur mánuður í fyrsta mót þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta eru stelpur sem eru búnar að spila saman mjög lengi og þær þekkja hvora aðra mjög vel orðið," sagði Henning og hefur ekki áhyggjur af undirbúningnum fyrir komandi verkefni. Henning þekkir leikmennina líka mjög vel enda búin að þjálfa þær flestar á einhverjum tímapunkti annaðhvort með félagsliðum eða yngri landsliðum. „Ég mun byrja með 22 manna hóp sem Ágúst skildi við. Ég ætla að funda með þeim hópi en það getur vel verið að ég kalli einhverjar til í kjölfarið. Ég sé til með það. Þetta var bara ákveðið í gærkvöldi þannig að ég er rétt að setja mig í stellingar," sagði Henning. Það er stutt í fyrstu æfinguna enda ekki langt í fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Ég mun byrja að æfa á næstu dögum, það verður keyrt af stað og það verða ekki margar æfingar þangað til ég sker niður hópinn. Ég þekki kannski 18 af 22 leikmönnum og ég er síðan búin að spila móti hinum í allan vetur þannig að ég veit alveg hvað þær geta. Ég þarf ekki langan tíma til þess að skera þennan hóp niður," segir Henning og stefnan hefur þegar verið tekin á gullið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. „Íslensk körfuboltalið fara aldrei með annað markmið á Smáþjóðaleika en til að vinna og það verður svo hjá okkur líka," sagði Henning að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira