Henning: Ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2009 12:55 Henning Henningsson, nýr þjálfari A-landsliðs kvenna. Henning Henningsson, nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, er mjög spenntur fyrir nýja starfinu en hann var ráðinn sem þjálfari liðsins í gær. „Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Það er mikill heiður fyrir alla þjálfara að fá að þjálfa A-landslið. Ég er búin að vera mjög lengi í kringum þennan kvennabolta og mér finnst þetta mjög mikil viðurkenning fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni," sagði Henning Henningsson um nýja starfið. Henning tekur við starfi Ágúst Björgvinssonar sem var sagt upp störfum í síðustu viku. „Maður hefði svo sem viljað taka við liðinu af betra tilefni en engu að síður þá er þetta lið sem er vel skipað. Aðalatriðið hjá okkur í þessu verkefni er dvelja ekki við það sem búið er heldur einbeita sér að verkefnunum sem eru framundan. Það verður mitt markmið að innstilla leikmann á það og ég hef engar áhyggjur af því að það takist ekki," sagði Henning. „Það er rétt rúmur mánuður í fyrsta mót þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta eru stelpur sem eru búnar að spila saman mjög lengi og þær þekkja hvora aðra mjög vel orðið," sagði Henning og hefur ekki áhyggjur af undirbúningnum fyrir komandi verkefni. Henning þekkir leikmennina líka mjög vel enda búin að þjálfa þær flestar á einhverjum tímapunkti annaðhvort með félagsliðum eða yngri landsliðum. „Ég mun byrja með 22 manna hóp sem Ágúst skildi við. Ég ætla að funda með þeim hópi en það getur vel verið að ég kalli einhverjar til í kjölfarið. Ég sé til með það. Þetta var bara ákveðið í gærkvöldi þannig að ég er rétt að setja mig í stellingar," sagði Henning. Það er stutt í fyrstu æfinguna enda ekki langt í fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Ég mun byrja að æfa á næstu dögum, það verður keyrt af stað og það verða ekki margar æfingar þangað til ég sker niður hópinn. Ég þekki kannski 18 af 22 leikmönnum og ég er síðan búin að spila móti hinum í allan vetur þannig að ég veit alveg hvað þær geta. Ég þarf ekki langan tíma til þess að skera þennan hóp niður," segir Henning og stefnan hefur þegar verið tekin á gullið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. „Íslensk körfuboltalið fara aldrei með annað markmið á Smáþjóðaleika en til að vinna og það verður svo hjá okkur líka," sagði Henning að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Henning Henningsson, nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, er mjög spenntur fyrir nýja starfinu en hann var ráðinn sem þjálfari liðsins í gær. „Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Það er mikill heiður fyrir alla þjálfara að fá að þjálfa A-landslið. Ég er búin að vera mjög lengi í kringum þennan kvennabolta og mér finnst þetta mjög mikil viðurkenning fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni," sagði Henning Henningsson um nýja starfið. Henning tekur við starfi Ágúst Björgvinssonar sem var sagt upp störfum í síðustu viku. „Maður hefði svo sem viljað taka við liðinu af betra tilefni en engu að síður þá er þetta lið sem er vel skipað. Aðalatriðið hjá okkur í þessu verkefni er dvelja ekki við það sem búið er heldur einbeita sér að verkefnunum sem eru framundan. Það verður mitt markmið að innstilla leikmann á það og ég hef engar áhyggjur af því að það takist ekki," sagði Henning. „Það er rétt rúmur mánuður í fyrsta mót þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta eru stelpur sem eru búnar að spila saman mjög lengi og þær þekkja hvora aðra mjög vel orðið," sagði Henning og hefur ekki áhyggjur af undirbúningnum fyrir komandi verkefni. Henning þekkir leikmennina líka mjög vel enda búin að þjálfa þær flestar á einhverjum tímapunkti annaðhvort með félagsliðum eða yngri landsliðum. „Ég mun byrja með 22 manna hóp sem Ágúst skildi við. Ég ætla að funda með þeim hópi en það getur vel verið að ég kalli einhverjar til í kjölfarið. Ég sé til með það. Þetta var bara ákveðið í gærkvöldi þannig að ég er rétt að setja mig í stellingar," sagði Henning. Það er stutt í fyrstu æfinguna enda ekki langt í fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Ég mun byrja að æfa á næstu dögum, það verður keyrt af stað og það verða ekki margar æfingar þangað til ég sker niður hópinn. Ég þekki kannski 18 af 22 leikmönnum og ég er síðan búin að spila móti hinum í allan vetur þannig að ég veit alveg hvað þær geta. Ég þarf ekki langan tíma til þess að skera þennan hóp niður," segir Henning og stefnan hefur þegar verið tekin á gullið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. „Íslensk körfuboltalið fara aldrei með annað markmið á Smáþjóðaleika en til að vinna og það verður svo hjá okkur líka," sagði Henning að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira