Segir spákaupmenn keyra upp olíuverðið 22. maí 2009 14:47 Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí. „Við áttum ekki von á að olíuverðið myndi hækka svona hratt á svo skömmum tíma. Þessi uppgangur er það sem komið hefur mér mest á óvart síðasta hálfa árið,"segir Törstad í samtali við vefsíðuna e24.no og bætir því við að spár þeirra um áramótin síðustu gerðu ráð fyrir að olíuverðið yrði í kringum 45 dollarar í dag. Törstad segir að grunntölurnar sýni að olíuverð ætti ekki fara hækkandi nú eins og raunin er. „Tölurnar tala sínu máli. Eftirspurnin minnkar stöðugt og olíubirgðirnar hlaðast upp," segir Törstad. „Það er fjármálamarkaðurinn og sálfærðin sem halda verðinu uppi." Törstad segir að lágt olíuverð komi efnahag og fyrirtækjum heimsins til góða. Sögulega séð hafi Dow Jones vísitalan hreyfst upp og niður öfugt við olíuverðið. Nú fari þetta tvennt saman. Hún skýrir þetta með því að fjármálamarkaðirnir hafi yfirtekið olíuviðskiptin. „Fjárfestar eru komnir yfir í olíuviðskiptin þannig að verðið stýrist í meira mæli af framtíðarbjartsýni og áhættusækni," segir Törstad. Hún nefnir einnig þá staðreynd að það voru fjármálamarkaðirnir sem keyrðu olíuverðið upp í 147 dollara á tunnuna í fyrra. „Og það voru einnig þeir sem sáu um að verðfallið varð gífurlegt síðasta haust," segir Törstad. „Uppganginum í olíuverðinu að undanförnu er stjórnað af spákaupmönnum." Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí. „Við áttum ekki von á að olíuverðið myndi hækka svona hratt á svo skömmum tíma. Þessi uppgangur er það sem komið hefur mér mest á óvart síðasta hálfa árið,"segir Törstad í samtali við vefsíðuna e24.no og bætir því við að spár þeirra um áramótin síðustu gerðu ráð fyrir að olíuverðið yrði í kringum 45 dollarar í dag. Törstad segir að grunntölurnar sýni að olíuverð ætti ekki fara hækkandi nú eins og raunin er. „Tölurnar tala sínu máli. Eftirspurnin minnkar stöðugt og olíubirgðirnar hlaðast upp," segir Törstad. „Það er fjármálamarkaðurinn og sálfærðin sem halda verðinu uppi." Törstad segir að lágt olíuverð komi efnahag og fyrirtækjum heimsins til góða. Sögulega séð hafi Dow Jones vísitalan hreyfst upp og niður öfugt við olíuverðið. Nú fari þetta tvennt saman. Hún skýrir þetta með því að fjármálamarkaðirnir hafi yfirtekið olíuviðskiptin. „Fjárfestar eru komnir yfir í olíuviðskiptin þannig að verðið stýrist í meira mæli af framtíðarbjartsýni og áhættusækni," segir Törstad. Hún nefnir einnig þá staðreynd að það voru fjármálamarkaðirnir sem keyrðu olíuverðið upp í 147 dollara á tunnuna í fyrra. „Og það voru einnig þeir sem sáu um að verðfallið varð gífurlegt síðasta haust," segir Törstad. „Uppganginum í olíuverðinu að undanförnu er stjórnað af spákaupmönnum."
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira