Segir spákaupmenn keyra upp olíuverðið 22. maí 2009 14:47 Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí. „Við áttum ekki von á að olíuverðið myndi hækka svona hratt á svo skömmum tíma. Þessi uppgangur er það sem komið hefur mér mest á óvart síðasta hálfa árið,"segir Törstad í samtali við vefsíðuna e24.no og bætir því við að spár þeirra um áramótin síðustu gerðu ráð fyrir að olíuverðið yrði í kringum 45 dollarar í dag. Törstad segir að grunntölurnar sýni að olíuverð ætti ekki fara hækkandi nú eins og raunin er. „Tölurnar tala sínu máli. Eftirspurnin minnkar stöðugt og olíubirgðirnar hlaðast upp," segir Törstad. „Það er fjármálamarkaðurinn og sálfærðin sem halda verðinu uppi." Törstad segir að lágt olíuverð komi efnahag og fyrirtækjum heimsins til góða. Sögulega séð hafi Dow Jones vísitalan hreyfst upp og niður öfugt við olíuverðið. Nú fari þetta tvennt saman. Hún skýrir þetta með því að fjármálamarkaðirnir hafi yfirtekið olíuviðskiptin. „Fjárfestar eru komnir yfir í olíuviðskiptin þannig að verðið stýrist í meira mæli af framtíðarbjartsýni og áhættusækni," segir Törstad. Hún nefnir einnig þá staðreynd að það voru fjármálamarkaðirnir sem keyrðu olíuverðið upp í 147 dollara á tunnuna í fyrra. „Og það voru einnig þeir sem sáu um að verðfallið varð gífurlegt síðasta haust," segir Törstad. „Uppganginum í olíuverðinu að undanförnu er stjórnað af spákaupmönnum." Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí. „Við áttum ekki von á að olíuverðið myndi hækka svona hratt á svo skömmum tíma. Þessi uppgangur er það sem komið hefur mér mest á óvart síðasta hálfa árið,"segir Törstad í samtali við vefsíðuna e24.no og bætir því við að spár þeirra um áramótin síðustu gerðu ráð fyrir að olíuverðið yrði í kringum 45 dollarar í dag. Törstad segir að grunntölurnar sýni að olíuverð ætti ekki fara hækkandi nú eins og raunin er. „Tölurnar tala sínu máli. Eftirspurnin minnkar stöðugt og olíubirgðirnar hlaðast upp," segir Törstad. „Það er fjármálamarkaðurinn og sálfærðin sem halda verðinu uppi." Törstad segir að lágt olíuverð komi efnahag og fyrirtækjum heimsins til góða. Sögulega séð hafi Dow Jones vísitalan hreyfst upp og niður öfugt við olíuverðið. Nú fari þetta tvennt saman. Hún skýrir þetta með því að fjármálamarkaðirnir hafi yfirtekið olíuviðskiptin. „Fjárfestar eru komnir yfir í olíuviðskiptin þannig að verðið stýrist í meira mæli af framtíðarbjartsýni og áhættusækni," segir Törstad. Hún nefnir einnig þá staðreynd að það voru fjármálamarkaðirnir sem keyrðu olíuverðið upp í 147 dollara á tunnuna í fyrra. „Og það voru einnig þeir sem sáu um að verðfallið varð gífurlegt síðasta haust," segir Törstad. „Uppganginum í olíuverðinu að undanförnu er stjórnað af spákaupmönnum."
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira