Skuldir og skilningsleysi Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. ágúst 2009 04:00 Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita." Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma. Eins og Sigríður veit eru allar líkur á að afföll hafi orðið á íbúðalánasöfnum, af ýmsum ástæðum, við uppgjör bankanna á dögunum. Gert er ráð fyrir minni heimtum. Spurningin er sú hvernig hægt er að láta þessi afföll renna til íslenskra heimila. Nokkrar leiðir eru í boði: 1) að láta þau renna sem allra minnst til heimilanna, 2) að láta þau renna til sumra heimila, 3) að láta þau renna jafnt til allra heimila, 4) að bjóða heimilum upp á einhvers konar val í þessum efnum. Stjórnarmeirihlutinn, utan einstakra þingmanna, hefur brugðið fyrir sig sama skilningsleysi og Sigríður gagnvart hugmyndum um almenna niðurfærslu skulda. Ef skilningsleysið hefur ekki orðið fyrir valinu hefur hugmyndum framsóknarmanna, sem settar hafa verið fram af hógværð og með öllum fyrirvörum um útfærslur, verið mætt með svo tilfinningaríkri höfnun að undrum sætir. Þrátt fyrir þetta ætla ég enn að vona að hægt verði að vekja ríkisstjórnina til viðureignar við þennan vanda. Það er flestum orðið ljóst að minnkandi greiðsluvilji skuldara er orðinn verulegt vandamál sem verður stærra ef ekkert er gert. Áðurnefnd viðbrögð við hugmyndum um almenna niðurfærslu höfuðstóls ætla ég því að leyfa mér að túlka sem pólitískt spil, eins og gengur, en halda í þá trú að undir niðri dormi þó eftir allt saman skynsemin. Af hverju ætti jú ríkisstjórnin beinlínis að leggjast gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila? Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita." Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma. Eins og Sigríður veit eru allar líkur á að afföll hafi orðið á íbúðalánasöfnum, af ýmsum ástæðum, við uppgjör bankanna á dögunum. Gert er ráð fyrir minni heimtum. Spurningin er sú hvernig hægt er að láta þessi afföll renna til íslenskra heimila. Nokkrar leiðir eru í boði: 1) að láta þau renna sem allra minnst til heimilanna, 2) að láta þau renna til sumra heimila, 3) að láta þau renna jafnt til allra heimila, 4) að bjóða heimilum upp á einhvers konar val í þessum efnum. Stjórnarmeirihlutinn, utan einstakra þingmanna, hefur brugðið fyrir sig sama skilningsleysi og Sigríður gagnvart hugmyndum um almenna niðurfærslu skulda. Ef skilningsleysið hefur ekki orðið fyrir valinu hefur hugmyndum framsóknarmanna, sem settar hafa verið fram af hógværð og með öllum fyrirvörum um útfærslur, verið mætt með svo tilfinningaríkri höfnun að undrum sætir. Þrátt fyrir þetta ætla ég enn að vona að hægt verði að vekja ríkisstjórnina til viðureignar við þennan vanda. Það er flestum orðið ljóst að minnkandi greiðsluvilji skuldara er orðinn verulegt vandamál sem verður stærra ef ekkert er gert. Áðurnefnd viðbrögð við hugmyndum um almenna niðurfærslu höfuðstóls ætla ég því að leyfa mér að túlka sem pólitískt spil, eins og gengur, en halda í þá trú að undir niðri dormi þó eftir allt saman skynsemin. Af hverju ætti jú ríkisstjórnin beinlínis að leggjast gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila? Höfundur er þingmaður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun