KR aftur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2009 21:00 Hörður Axel Vilhjálmsson átti góðan leik gegn Stjörnunni í kvöld. Mynd/Arnþór Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93. Keflvíkingar héldu í vonir sínar um að ná í þrijða sæti deildarinnar með sigri á bikarmeisturum Stjörnunnar, 96-84, í Garðabæ og þá vann Þór afar mikilvægan sigur á Tindastóli, 105-102. Þór er þar með komið með tíu stig og heldur því enn í vonina um að halda sæti sínu í deildinni þó vonin sé vissulega veik. Í Garðabænum byrjaði Keflavík betur í kvöld og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn voru ekki að skjóta vel en náðu þó að hanga í Keflvíkingum. Staðan í hálfleik var 49-40, Keflavík í vil, eftir að Stjarnan náði mest að minnka muninn í eitt stig. Annað var upp á teningnum í þriðja leikhluta en Stjarnan skoraði átján stig á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks og náðu aftur að minnka muninn í eitt stig. Keflvíkingar reyndu að hrista heimamenn aftur af sér en ekkert gekk. Það var svo bakvörðurinn Kjartan Atli Kjartansson sem kom Stjörnumönnum sex stigum yfir með því að setja niður þrjá þrista í röð. Stjörnumenn leiddu með einu stigi í upphafi lokaleikhlutans, 69-68, en þá skoruðu Keflvíkingar fyrstu sex stig leikhlutans og litu aldrei til baka. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður þrist þegar fjórar mínútur voru eftir og jók þá muninn í tólf stig, 88-76. Þar með var sigurinn í raun tryggður. Hörður Axel skoraði 20 stig fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson átján og Sverrir Sverrisson sautján. Hjá Stjörnunni var Kjartan Atli stigahæstur með 20 stig og Justin Shouse skoraði átján. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti í Njarðvík og voru með fimmtán stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn hægt og rólega en náðu þó aldrei að ógna öruggri forystu KR-inga. Staðan í hálfleik var 53-43, KR í vil, og sá munur jókst svo í síðari hálfleik. Jakob Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 30 stig, Jón Arnór Stefánsson skoraði 26 og Jason Dourisseau nítján. Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Keflavík, Friðrik Stefánsson átján og Heath Sitton sautján. Þór var sömuleiðis með undirtökin í sínum leik gegn Tindastóli á Sauðárkróki þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Munurinn í hálfleik var ekki nema fjögur stig, 56-52, en sá munur jókst í níu stig þegar síðasti leikhlutinn hófst. Heimamenn neituðu að játa sig minnkuðu muninn í tvö stig, 99-97, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komst Tindastóll ekki og Þórsarar fögnuðu mikilvægum sigri, 105-102. Óðinn Ásgeirsson skoraði 26 stig fyrir Þór og tók þrettán fráköst. Konrad Tota kom næstur með 25 en þeir Daniel Bandy og Guðmundur Jónsson voru með átján hvor. Hjá Tindastóli var Svavar Birgirsson stigahæstur með 28 stig en Helgi Rafn Margeirsson kom næstur með 22. KR er sem fyrr segir í efsta sæti deildairnnar með 36 stig, tveimur meira en Grindavík. Keflavík er í fjórða sætinu með 24 stig, tveimur á eftir Snæfelli. Stjarnan og ÍR eru bæði með 16 stig í 6.-7. sæti og Tindastóll, FSu og Breiðablik með fjórtán í 8.-10. sæti. Dominos-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93. Keflvíkingar héldu í vonir sínar um að ná í þrijða sæti deildarinnar með sigri á bikarmeisturum Stjörnunnar, 96-84, í Garðabæ og þá vann Þór afar mikilvægan sigur á Tindastóli, 105-102. Þór er þar með komið með tíu stig og heldur því enn í vonina um að halda sæti sínu í deildinni þó vonin sé vissulega veik. Í Garðabænum byrjaði Keflavík betur í kvöld og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn voru ekki að skjóta vel en náðu þó að hanga í Keflvíkingum. Staðan í hálfleik var 49-40, Keflavík í vil, eftir að Stjarnan náði mest að minnka muninn í eitt stig. Annað var upp á teningnum í þriðja leikhluta en Stjarnan skoraði átján stig á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks og náðu aftur að minnka muninn í eitt stig. Keflvíkingar reyndu að hrista heimamenn aftur af sér en ekkert gekk. Það var svo bakvörðurinn Kjartan Atli Kjartansson sem kom Stjörnumönnum sex stigum yfir með því að setja niður þrjá þrista í röð. Stjörnumenn leiddu með einu stigi í upphafi lokaleikhlutans, 69-68, en þá skoruðu Keflvíkingar fyrstu sex stig leikhlutans og litu aldrei til baka. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður þrist þegar fjórar mínútur voru eftir og jók þá muninn í tólf stig, 88-76. Þar með var sigurinn í raun tryggður. Hörður Axel skoraði 20 stig fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson átján og Sverrir Sverrisson sautján. Hjá Stjörnunni var Kjartan Atli stigahæstur með 20 stig og Justin Shouse skoraði átján. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti í Njarðvík og voru með fimmtán stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn hægt og rólega en náðu þó aldrei að ógna öruggri forystu KR-inga. Staðan í hálfleik var 53-43, KR í vil, og sá munur jókst svo í síðari hálfleik. Jakob Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 30 stig, Jón Arnór Stefánsson skoraði 26 og Jason Dourisseau nítján. Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Keflavík, Friðrik Stefánsson átján og Heath Sitton sautján. Þór var sömuleiðis með undirtökin í sínum leik gegn Tindastóli á Sauðárkróki þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Munurinn í hálfleik var ekki nema fjögur stig, 56-52, en sá munur jókst í níu stig þegar síðasti leikhlutinn hófst. Heimamenn neituðu að játa sig minnkuðu muninn í tvö stig, 99-97, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komst Tindastóll ekki og Þórsarar fögnuðu mikilvægum sigri, 105-102. Óðinn Ásgeirsson skoraði 26 stig fyrir Þór og tók þrettán fráköst. Konrad Tota kom næstur með 25 en þeir Daniel Bandy og Guðmundur Jónsson voru með átján hvor. Hjá Tindastóli var Svavar Birgirsson stigahæstur með 28 stig en Helgi Rafn Margeirsson kom næstur með 22. KR er sem fyrr segir í efsta sæti deildairnnar með 36 stig, tveimur meira en Grindavík. Keflavík er í fjórða sætinu með 24 stig, tveimur á eftir Snæfelli. Stjarnan og ÍR eru bæði með 16 stig í 6.-7. sæti og Tindastóll, FSu og Breiðablik með fjórtán í 8.-10. sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira