Í tilefni afmælis Ellert B. Schram skrifar 10. október 2009 06:00 Í dag, tíunda október, tek ég enn einu sinni upp á því að eiga afmæli. Það sjötugasta, hvorki meira né minna og enda þótt það þyki sumum hár aldur, þá er ekkert annað í kortunum en taka því. Annars væri ég dauður! Það kann að þykja óvanalegt uppátæki að skrifa blaðagrein í tilefni af eigin afmæli en það er þó alténd skárra heldur en að semja minningargrein um sjálfan sig! Ekki það að ég taki mér penna í hönd til að skrifa um mig lofmæli eða afrekasögu. Það bíður betri tíma. Nei, tilefni þessarar greinar er fyrst og fremst að koma á framfæri þakklæti til alls þess samferðafólks sem ég hef mætt á þessari sjötíu ára lífsleið minni. Ég hef nefnilega verið svo heppinn á þessari skemmtilegu vegferð, að eiga þess kost að kynnast, starfa með, skemmta mér með og jafnvel rífast við mann og annan, sem hefur verið dásamlegur þverskurður af fólki eins og það gerist best. Í skólanum í gamla daga, fótboltanum, lögfræðinni, blaðamennskunni, embættisstörfum, þingmennsku, stjórnmálaflokkunum, á golfvellinum, í fjölskyldunni og forystu allskyns félagasamtaka hef ég átt því láni að fagna að kynnast konum og körlum af öllum stærðum og gerðum, sem hafa glatt mitt hjarta og kennt mér svo margt. Ég hélt lengi að ég væri útvalinn og einstök guðsgjöf, einn og sér, en ég hef fyrir löngu áttað mig á því, að manneskjurnar, hver um sig, eru allar guðsgjafir og í rauninni engin annarri merkilegri. En merkilega merkilegar samt. Og fyrir vikið hef ég tröllatrú á framtíð hins íslenska samfélags. Nú stæði auðvitað upp á mig, á þessum tímamótum, að bjóða öllu þessu fólki til veislu og láta það syngja afmælissönginn og hrópa húrra fyrir mér. Mikið væri það gaman að sjá ykkur öll.En þá þyrftu gestirnir að kaupa gjafir og blóm, sem ég þarf ekkert á að halda. Bæði á ég nóg af veraldlegum eignum og svo væri það sennilega stílbrot, ekki satt, í miðri kreppunni. Af mér er það að frétta að ég er enn að leita að steininum helga, er við hestaheilsu og nokkuð ern miðað við allt sem gengið hefur á um dagana. Ég er enn í farsælu hjónabandi með Ágústu, sem segir meira um hana og ágæti hennar, heldur en mig. Og öll börnin sjö sýna mér væntumþykju og meiri virðingu en ég á skilið. En síðast en ekki síst vil ég sem sagt nota þennan afmælisdag minn til að koma kveðjum til allra þeirra sem hafa haft saman við mig að sælda á gengnum áratugum og gefið mér trú og sannfæringu fyrir því lögmáli að lífið eru skin og skúrir, flóð og fjara, sorg og gleði, hlátur og grátur, vor og haust, upp og niður, upp og niður. Sól sest, sól rís. Sem þýðir það eitt að upp úr kreppunni munum við rísa og bjartir dagar munu bíða okkar áður en um langt líður. Með bestu afmælis- og baráttukveðjum. Höfundur er kominn á áttræðisaldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, tíunda október, tek ég enn einu sinni upp á því að eiga afmæli. Það sjötugasta, hvorki meira né minna og enda þótt það þyki sumum hár aldur, þá er ekkert annað í kortunum en taka því. Annars væri ég dauður! Það kann að þykja óvanalegt uppátæki að skrifa blaðagrein í tilefni af eigin afmæli en það er þó alténd skárra heldur en að semja minningargrein um sjálfan sig! Ekki það að ég taki mér penna í hönd til að skrifa um mig lofmæli eða afrekasögu. Það bíður betri tíma. Nei, tilefni þessarar greinar er fyrst og fremst að koma á framfæri þakklæti til alls þess samferðafólks sem ég hef mætt á þessari sjötíu ára lífsleið minni. Ég hef nefnilega verið svo heppinn á þessari skemmtilegu vegferð, að eiga þess kost að kynnast, starfa með, skemmta mér með og jafnvel rífast við mann og annan, sem hefur verið dásamlegur þverskurður af fólki eins og það gerist best. Í skólanum í gamla daga, fótboltanum, lögfræðinni, blaðamennskunni, embættisstörfum, þingmennsku, stjórnmálaflokkunum, á golfvellinum, í fjölskyldunni og forystu allskyns félagasamtaka hef ég átt því láni að fagna að kynnast konum og körlum af öllum stærðum og gerðum, sem hafa glatt mitt hjarta og kennt mér svo margt. Ég hélt lengi að ég væri útvalinn og einstök guðsgjöf, einn og sér, en ég hef fyrir löngu áttað mig á því, að manneskjurnar, hver um sig, eru allar guðsgjafir og í rauninni engin annarri merkilegri. En merkilega merkilegar samt. Og fyrir vikið hef ég tröllatrú á framtíð hins íslenska samfélags. Nú stæði auðvitað upp á mig, á þessum tímamótum, að bjóða öllu þessu fólki til veislu og láta það syngja afmælissönginn og hrópa húrra fyrir mér. Mikið væri það gaman að sjá ykkur öll.En þá þyrftu gestirnir að kaupa gjafir og blóm, sem ég þarf ekkert á að halda. Bæði á ég nóg af veraldlegum eignum og svo væri það sennilega stílbrot, ekki satt, í miðri kreppunni. Af mér er það að frétta að ég er enn að leita að steininum helga, er við hestaheilsu og nokkuð ern miðað við allt sem gengið hefur á um dagana. Ég er enn í farsælu hjónabandi með Ágústu, sem segir meira um hana og ágæti hennar, heldur en mig. Og öll börnin sjö sýna mér væntumþykju og meiri virðingu en ég á skilið. En síðast en ekki síst vil ég sem sagt nota þennan afmælisdag minn til að koma kveðjum til allra þeirra sem hafa haft saman við mig að sælda á gengnum áratugum og gefið mér trú og sannfæringu fyrir því lögmáli að lífið eru skin og skúrir, flóð og fjara, sorg og gleði, hlátur og grátur, vor og haust, upp og niður, upp og niður. Sól sest, sól rís. Sem þýðir það eitt að upp úr kreppunni munum við rísa og bjartir dagar munu bíða okkar áður en um langt líður. Með bestu afmælis- og baráttukveðjum. Höfundur er kominn á áttræðisaldur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun