Körufknattleikssamband Íslands er búið að draga í töfluröð í Iceland Express deild karla næsta vetur og birti yfirlit yfir fyrstu tvær umferðirnar á heimasíðu sinni í dag.
Íslandsmeistarar KR hefja leik á útivelli þar sem þeir mæta FSu í Iðunni á Selfossi. Bikarmeistarar Stjörnunnar taka á móti nýliðum Fjölnis í 1. umferð en hinir nýliðarnir í Hamar sækja Snæfellinga heim í Hólminn.
Það verða síðan tveir nágrannaslagir í annarri umferðinni, því þá mætast Reykjavíkurfélögin KR og ÍR annarsvegar og Suðurlandsliðin Hamar og FSu hinsvegar.
Fyrstu umferðirnar:
1. umferð:
Keflavík-Breiðablik
Snæfell-Hamar
FSu-KR
ÍR-Njarðvík
Tindastóll-Grindavík
Stjarnan-Fjölnir
2. umferð:
Njarðvík-Tindastóll
KR-ÍR
Hamar-FSu
Breiðablik-Snæfell
Stjarnan-Keflavík
Fjölnir-Grindavík