Nýsköpun til framtíðar Katrín Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir skrifa um nýsköpun skrifar 30. maí 2009 05:45 Í þeim hremmingum sem Ísland gengur nú í gegnum þurfum við Íslendingar að horfa til framtíðar með hæfilegri blöndu af bjartsýni og raunsæi. Ljóst er að þær aðstæður sem hafa skapast í efnahagslífi þjóðarinnar eru með þeim hætti að þörf er á sterkri stefnu og framtíðarsýn. Einn þeirra þátta sem ný ríkisstjórn lítur til er nýsköpun. Við Íslendingar höfum vakið athygli víða fyrir skapandi starf, bæði í listum og í tækniþróun, hönnun og nýsköpun eins og sést á fyrirtækjum á borð við Marel, Össur og CCP og Nikita. Á síðustu vikum og mánuðum hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem tengjast skapandi atvinnugreinum. Eins og við vitum er leiðin frá hugmynd til framkvæmdar stundum löng og ferðalagið háð fjármögnun. Það var því með mikilli gleði sem við sem ráðherrar iðnaðar og mennta- og menningarmála ákváðum að veitt yrði 15 milljónum aukalega til að styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna og auka þannig möguleika háskólanema á að stunda rannsóknir í sumar og undirstrika mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í uppbyggingu Íslands.Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður sumarið 1992 þegar Röskva, samtök félagshyggjufólks við HÍ, lagði fram tillögu í Stúdentaráði. Á þessum árum var atvinnuleysi mikið meðal námsmanna og erfitt að finna sumarstörf sem tengdust rannsóknum. Með stuðningi stjórnmálamanna og þá ekki síst Jóhönnu Sigurðardóttur var málinu unnið fylgi í ríkisstjórn og fékkst samþykkt fjárveiting upp á tíu milljónir króna. Sjóðurinn er nú samstarfsverkefni menntamálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og sveitarfélaganna. Sautján árum síðar er Nýsköpunarsjóður námsmanna enn mikilvægur þáttur í lífi stúdenta og hefur í gegnum árin veitt mörgum námsmönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í rannsóknarstörfum. Sjóðurinn hefur auk þess að skapa ungu fólki atvinnu verið mikilvægur í að tvinna saman háskóla og atvinnulíf. Tengslin sem skapast hafa milli stúdenta, vísindamanna og atvinnulífs hafa skilað góðum árangri og skapað mörg tækifæri. Það er von okkar og vissa að stuðningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna gagnist ekki aðeins styrkþegum heldur einnig íslensku samfélagi í lengd og bráð. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs námsmanna í íslensku samfélagi hefur verið stórt en líklega aldrei mikilvægara en nú. Höfundar eru ráðherrar mennta- og menningarmála og iðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í þeim hremmingum sem Ísland gengur nú í gegnum þurfum við Íslendingar að horfa til framtíðar með hæfilegri blöndu af bjartsýni og raunsæi. Ljóst er að þær aðstæður sem hafa skapast í efnahagslífi þjóðarinnar eru með þeim hætti að þörf er á sterkri stefnu og framtíðarsýn. Einn þeirra þátta sem ný ríkisstjórn lítur til er nýsköpun. Við Íslendingar höfum vakið athygli víða fyrir skapandi starf, bæði í listum og í tækniþróun, hönnun og nýsköpun eins og sést á fyrirtækjum á borð við Marel, Össur og CCP og Nikita. Á síðustu vikum og mánuðum hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem tengjast skapandi atvinnugreinum. Eins og við vitum er leiðin frá hugmynd til framkvæmdar stundum löng og ferðalagið háð fjármögnun. Það var því með mikilli gleði sem við sem ráðherrar iðnaðar og mennta- og menningarmála ákváðum að veitt yrði 15 milljónum aukalega til að styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna og auka þannig möguleika háskólanema á að stunda rannsóknir í sumar og undirstrika mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í uppbyggingu Íslands.Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður sumarið 1992 þegar Röskva, samtök félagshyggjufólks við HÍ, lagði fram tillögu í Stúdentaráði. Á þessum árum var atvinnuleysi mikið meðal námsmanna og erfitt að finna sumarstörf sem tengdust rannsóknum. Með stuðningi stjórnmálamanna og þá ekki síst Jóhönnu Sigurðardóttur var málinu unnið fylgi í ríkisstjórn og fékkst samþykkt fjárveiting upp á tíu milljónir króna. Sjóðurinn er nú samstarfsverkefni menntamálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og sveitarfélaganna. Sautján árum síðar er Nýsköpunarsjóður námsmanna enn mikilvægur þáttur í lífi stúdenta og hefur í gegnum árin veitt mörgum námsmönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í rannsóknarstörfum. Sjóðurinn hefur auk þess að skapa ungu fólki atvinnu verið mikilvægur í að tvinna saman háskóla og atvinnulíf. Tengslin sem skapast hafa milli stúdenta, vísindamanna og atvinnulífs hafa skilað góðum árangri og skapað mörg tækifæri. Það er von okkar og vissa að stuðningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna gagnist ekki aðeins styrkþegum heldur einnig íslensku samfélagi í lengd og bráð. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs námsmanna í íslensku samfélagi hefur verið stórt en líklega aldrei mikilvægara en nú. Höfundar eru ráðherrar mennta- og menningarmála og iðnaðar.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun