Breyttir tímar kalla á nýjar lausnir 1. október 2009 06:00 Á dögunum hélt Sheila Riddel, prófessor við Edinborgarháskóla, erindi á málstofu í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands um aðgengi fatlaðra að háskólanámi í Bretlandi. Hlutfall fatlaðra í háskólanámi á Íslandi hefur lengst af verið lágt og hefur slæmt aðgengi og skortur á stuðningi háð þeim í náminu. Fram kom í máli Sheilu að á áttunda áratug síðustu aldar var ástandið í breskum háskólum svipað og nú er á Íslandi. Fatlaðir nemendur voru háðir aðstoð frá samnemendum sínum og í raun upp á náð og miskunn þeirra komnir. Með þarlendri löggjöf um bann við mismunun gagnvart minnihlutahópum breyttist þetta. Stjórnvöld fóru að greiða menntastofnunum í samræmi við frammistöðu þeirra við að skapa jafnrétti til náms. Það var fyrst árið 1992, þegar skólastofnanir fundu fyrir því í pyngjunni að það borgaði sig að bæta verulega þjónustu við fatlaða nemendur, að hjólin fóru fyrir alvöru að snúast. Lög til verndar minnihlutahópumAldrei er mikilvægara en á tímum alvarlegs efnahagssamdráttar að til staðar sé góð löggjöf um bann við hvers kyns mismunun gagnvart minnihlutahópum. Á þetta hafa Evrópusamtök fatlaðra margoft bent. Það er hvorki fullnægjandi að líta einvörðungu til fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga né lögfestingar á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra, sérstök lög um bann við mismunun svo sem á grundvelli fötlunar verða að líta dagsins ljós og ætti það að vera eitt af forgangsmálum nýs Alþingis. Þá komum við að því hvernig við getum skapað jafnrétti í raun á Íslandi því að þótt lögin skapi mikilvægan ramma um réttindi útlista þau ekki framkvæmdina í smáatriðum. Notendastýrt aðstoðarmannakerfi Grundvallaratriði er að fötlun sé metin á nýjan hátt með áherslu á getu einstaklingsins og færni til þátttöku í samfélaginu. Nýtt matskerfi þarf að veita skýran rétt til endurhæfingar og hæfingar eftir þörfum hvers og eins og atvinnu með stuðningi. Einnig þarf að meta réttinn til notendastýrðs aðstoðarmannakerfis og byggja á reynslu Dana, Norðmanna og Svía í því sambandi. Ef fjöldi aðstoðarmanna sem fatlaðir eiga rétt á í Svíþjóð væri yfirfærður á Ísland miðað við íbúafjölda yrði til hér stétt 2.000 aðstoðarmanna. Það mun ekki gerast strax en við þurfum mjög fljótt að stíga ákveðin skref í þessa átt, sem gefur okkur um leið færi á að loka ýmsum búsetustofnunum fyrir fatlaða. Hið nýja aðstoðarmannakerfi gæti verið fjármagnað með þeim sparnaði sem næst með lokun aðgreindra búsetustofnana í samræmi við áherslur 19. greinar sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra varðandi sjálfstætt líf fatlaðra og án aðgreiningar. Dýrustu þjónustuúrræðin eru ávallt stofnanaúrræði. Einfalt lífeyriskerfi Nefnd á vegum félagsmálaráðherra hefur skilað tillögum sínum að einfaldara almannatryggingakerfi. Bótaflokkum öryrkja á samkvæmt tillögunum að fækka úr fjórum í tvo. Þetta er til bóta. Ég held hins vegar að það hljóti að koma til álita að stíga skrefið til fulls og hafa aðeins einn framfærsluflokk. Aðalatriðið er hvaða framfærsluupphæð einstaklingarnir hafa úr að spila en ekki fjöldi bótaflokka, sem skerðast misjafnlega og skapa flækjur. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir að fullar lífeyrisbætur ásamt aldurstengdri örorkuuppbót verði 180.000 krónur. Ég tel að krafan eigi að vera 180.000 krónur í fullar bætur burtséð frá því hvenær viðkomandi varð fatlaður eða missti starfsorku. Þetta finnst mér vera mannréttindamál og að það geti ekki verið kappsmál samtaka fatlaðra að koma í veg fyrir jafnræði allra hvað varðar nauðsynlega grunnframfærslu. Einnig tel ég það mannréttindabrot að skerða bæturnar á þeirri forsendu að fólk sé í sambúð með annarri manneskju sem annað hvort þiggur lífeyri eða atvinnutekjur, jafnvel þótt þetta tíðkist einnig meðal hinna Norðurlandaþjóðanna. Slíkt fyrirkomulag hefur hamlað sambúð fatlaðra enda er mjög stórt hlutfall fatlaðra einstæðingar. Hins vegar er ljóst að virkni er lykilatriði í allri réttindabaráttu fatlaðs fólks og því verðum við að byggja upp samfélag sem leggur höfuðáherslu á virkni fólks hvort sem það er með fötlun eða ekki. Til þess þarf að skapa hvata í lífeyriskerfinu til að afla sér atvinnutekna og því verður ekki lengur undan því vikist að gjörbreyta örorkumatinu, um leið og lífeyriskerfinu sjálfu, og snúa því yfir í mat á færni þannig að fólki verði hjálpað að nýta sér getu sína og hæfileika í eigin þágu og samfélagsins alls. Fyrir liggja hugmyndir í þessa veru í stjórnkerfinu sem brýnt er að hraðað verði að útfæra og koma í framkvæmd. Umfram allt þarf nýtt réttindamat og breytt lífeyriskerfi að undirstrika réttlæti. Jafnrétti til búsetu Á vordögum samþykkti aðalstjórn ÖBÍ að hefja endurskoðun á húsnæðiskerfum fyrir öryrkja í samvinnu við opinbera aðila. Þessu ber sérstaklega að fagna enda orðið löngu tímabært að stokka upp það fyrirkomulag sem verið hefur á þessum málum. Mikilvægt er að allir sitji við sama borð þegar kemur að úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði. Húsnæðismarkaðurinn í dag gefur kærkomið tækifæri til afstofnanavæðingar á aðgreinandi húsnæðiskerfum öryrkja þannig að þeir fái að búa og taka þátt í almennu samfélagi en sé ekki úthlutað litlum íbúðum í sérstökum fjölbýlishúsum á jaðri eða utan hins almenna samfélags. Einnig er brýnt að hlutverk Hússjóðs ÖBÍ verði endurskilgreint í samræmi við kröfur samtímans þannig að ekki komi upp hagsmunaárekstrar varðandi hlutverk heildarsamtaka fatlaðra við að gæta hagsmuna öryrkja. Með tilkomu öflugs aðstoðarmannakerfis, strangari eftirfylgni með byggingareglugerðum og endurbótum á húsnæði er í nokkrum þrepum hægt að hverfa frá aðgreinandi búsetuúrræðum fyrir fatlaða eins og þróunin hefur verið víða á Norðurlöndum. Það hlýtur einnig að vera markmiðið á Íslandi enda verður fullu jafnrétti ekki öðruvísi náð. Afstofnanavæðing sem mannréttindastefna Mest er um vert að tryggja jafnrétti og sjálfstætt líf fatlaðra þar sem þeir sjálfir geta tekið ákvarðanir um líf sitt en þurfa ekki að laga daglega tilveru sína að reglum og sjónarmiðum stofnana. Hér er ekki neinn milliveg að fara. Annað hvort stígum við skref til jafnréttis og gerum það hratt eða horfum upp á núverandi stofnanakerfi grotna niður með þeim afleiðingum að þjónusta og kjör fatlaðra hríðversna. Í þjóðfélagi þar sem jafn mikill samdráttur blasir við í þjóðartekjum og í tekjum hins opinbera og raun ber vitni er nauðsynlegt að hugsa í nýjum lausnum. Samtök fatlaðra verða sjálf að benda á leiðir til að nýta fjármagn betur og á nýjan hátt. Það er eina leiðin til að verja hina raunverulegu velferð en í tilfelli Íslands kann efnahagskreppan einnig að veita okkur ný tækifæri til framþróunar. Á mörgum sviðum hefur ríkt stöðnun í málaflokknum en í núverandi stöðu þýðir varðstaða um óbreytt ástand ekki aðeins stöðnun heldur hnignun. Það er að verulegu leyti undir okkur sjálfum komið sem erum í forsvari fyrir samtök fatlaðra hvort farið verður fljótt og vel í brýna uppstokkun á kerfinu, öllu samfélaginu til hagsbóta. Tíminn er núna! Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á dögunum hélt Sheila Riddel, prófessor við Edinborgarháskóla, erindi á málstofu í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands um aðgengi fatlaðra að háskólanámi í Bretlandi. Hlutfall fatlaðra í háskólanámi á Íslandi hefur lengst af verið lágt og hefur slæmt aðgengi og skortur á stuðningi háð þeim í náminu. Fram kom í máli Sheilu að á áttunda áratug síðustu aldar var ástandið í breskum háskólum svipað og nú er á Íslandi. Fatlaðir nemendur voru háðir aðstoð frá samnemendum sínum og í raun upp á náð og miskunn þeirra komnir. Með þarlendri löggjöf um bann við mismunun gagnvart minnihlutahópum breyttist þetta. Stjórnvöld fóru að greiða menntastofnunum í samræmi við frammistöðu þeirra við að skapa jafnrétti til náms. Það var fyrst árið 1992, þegar skólastofnanir fundu fyrir því í pyngjunni að það borgaði sig að bæta verulega þjónustu við fatlaða nemendur, að hjólin fóru fyrir alvöru að snúast. Lög til verndar minnihlutahópumAldrei er mikilvægara en á tímum alvarlegs efnahagssamdráttar að til staðar sé góð löggjöf um bann við hvers kyns mismunun gagnvart minnihlutahópum. Á þetta hafa Evrópusamtök fatlaðra margoft bent. Það er hvorki fullnægjandi að líta einvörðungu til fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga né lögfestingar á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra, sérstök lög um bann við mismunun svo sem á grundvelli fötlunar verða að líta dagsins ljós og ætti það að vera eitt af forgangsmálum nýs Alþingis. Þá komum við að því hvernig við getum skapað jafnrétti í raun á Íslandi því að þótt lögin skapi mikilvægan ramma um réttindi útlista þau ekki framkvæmdina í smáatriðum. Notendastýrt aðstoðarmannakerfi Grundvallaratriði er að fötlun sé metin á nýjan hátt með áherslu á getu einstaklingsins og færni til þátttöku í samfélaginu. Nýtt matskerfi þarf að veita skýran rétt til endurhæfingar og hæfingar eftir þörfum hvers og eins og atvinnu með stuðningi. Einnig þarf að meta réttinn til notendastýrðs aðstoðarmannakerfis og byggja á reynslu Dana, Norðmanna og Svía í því sambandi. Ef fjöldi aðstoðarmanna sem fatlaðir eiga rétt á í Svíþjóð væri yfirfærður á Ísland miðað við íbúafjölda yrði til hér stétt 2.000 aðstoðarmanna. Það mun ekki gerast strax en við þurfum mjög fljótt að stíga ákveðin skref í þessa átt, sem gefur okkur um leið færi á að loka ýmsum búsetustofnunum fyrir fatlaða. Hið nýja aðstoðarmannakerfi gæti verið fjármagnað með þeim sparnaði sem næst með lokun aðgreindra búsetustofnana í samræmi við áherslur 19. greinar sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra varðandi sjálfstætt líf fatlaðra og án aðgreiningar. Dýrustu þjónustuúrræðin eru ávallt stofnanaúrræði. Einfalt lífeyriskerfi Nefnd á vegum félagsmálaráðherra hefur skilað tillögum sínum að einfaldara almannatryggingakerfi. Bótaflokkum öryrkja á samkvæmt tillögunum að fækka úr fjórum í tvo. Þetta er til bóta. Ég held hins vegar að það hljóti að koma til álita að stíga skrefið til fulls og hafa aðeins einn framfærsluflokk. Aðalatriðið er hvaða framfærsluupphæð einstaklingarnir hafa úr að spila en ekki fjöldi bótaflokka, sem skerðast misjafnlega og skapa flækjur. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir að fullar lífeyrisbætur ásamt aldurstengdri örorkuuppbót verði 180.000 krónur. Ég tel að krafan eigi að vera 180.000 krónur í fullar bætur burtséð frá því hvenær viðkomandi varð fatlaður eða missti starfsorku. Þetta finnst mér vera mannréttindamál og að það geti ekki verið kappsmál samtaka fatlaðra að koma í veg fyrir jafnræði allra hvað varðar nauðsynlega grunnframfærslu. Einnig tel ég það mannréttindabrot að skerða bæturnar á þeirri forsendu að fólk sé í sambúð með annarri manneskju sem annað hvort þiggur lífeyri eða atvinnutekjur, jafnvel þótt þetta tíðkist einnig meðal hinna Norðurlandaþjóðanna. Slíkt fyrirkomulag hefur hamlað sambúð fatlaðra enda er mjög stórt hlutfall fatlaðra einstæðingar. Hins vegar er ljóst að virkni er lykilatriði í allri réttindabaráttu fatlaðs fólks og því verðum við að byggja upp samfélag sem leggur höfuðáherslu á virkni fólks hvort sem það er með fötlun eða ekki. Til þess þarf að skapa hvata í lífeyriskerfinu til að afla sér atvinnutekna og því verður ekki lengur undan því vikist að gjörbreyta örorkumatinu, um leið og lífeyriskerfinu sjálfu, og snúa því yfir í mat á færni þannig að fólki verði hjálpað að nýta sér getu sína og hæfileika í eigin þágu og samfélagsins alls. Fyrir liggja hugmyndir í þessa veru í stjórnkerfinu sem brýnt er að hraðað verði að útfæra og koma í framkvæmd. Umfram allt þarf nýtt réttindamat og breytt lífeyriskerfi að undirstrika réttlæti. Jafnrétti til búsetu Á vordögum samþykkti aðalstjórn ÖBÍ að hefja endurskoðun á húsnæðiskerfum fyrir öryrkja í samvinnu við opinbera aðila. Þessu ber sérstaklega að fagna enda orðið löngu tímabært að stokka upp það fyrirkomulag sem verið hefur á þessum málum. Mikilvægt er að allir sitji við sama borð þegar kemur að úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði. Húsnæðismarkaðurinn í dag gefur kærkomið tækifæri til afstofnanavæðingar á aðgreinandi húsnæðiskerfum öryrkja þannig að þeir fái að búa og taka þátt í almennu samfélagi en sé ekki úthlutað litlum íbúðum í sérstökum fjölbýlishúsum á jaðri eða utan hins almenna samfélags. Einnig er brýnt að hlutverk Hússjóðs ÖBÍ verði endurskilgreint í samræmi við kröfur samtímans þannig að ekki komi upp hagsmunaárekstrar varðandi hlutverk heildarsamtaka fatlaðra við að gæta hagsmuna öryrkja. Með tilkomu öflugs aðstoðarmannakerfis, strangari eftirfylgni með byggingareglugerðum og endurbótum á húsnæði er í nokkrum þrepum hægt að hverfa frá aðgreinandi búsetuúrræðum fyrir fatlaða eins og þróunin hefur verið víða á Norðurlöndum. Það hlýtur einnig að vera markmiðið á Íslandi enda verður fullu jafnrétti ekki öðruvísi náð. Afstofnanavæðing sem mannréttindastefna Mest er um vert að tryggja jafnrétti og sjálfstætt líf fatlaðra þar sem þeir sjálfir geta tekið ákvarðanir um líf sitt en þurfa ekki að laga daglega tilveru sína að reglum og sjónarmiðum stofnana. Hér er ekki neinn milliveg að fara. Annað hvort stígum við skref til jafnréttis og gerum það hratt eða horfum upp á núverandi stofnanakerfi grotna niður með þeim afleiðingum að þjónusta og kjör fatlaðra hríðversna. Í þjóðfélagi þar sem jafn mikill samdráttur blasir við í þjóðartekjum og í tekjum hins opinbera og raun ber vitni er nauðsynlegt að hugsa í nýjum lausnum. Samtök fatlaðra verða sjálf að benda á leiðir til að nýta fjármagn betur og á nýjan hátt. Það er eina leiðin til að verja hina raunverulegu velferð en í tilfelli Íslands kann efnahagskreppan einnig að veita okkur ný tækifæri til framþróunar. Á mörgum sviðum hefur ríkt stöðnun í málaflokknum en í núverandi stöðu þýðir varðstaða um óbreytt ástand ekki aðeins stöðnun heldur hnignun. Það er að verulegu leyti undir okkur sjálfum komið sem erum í forsvari fyrir samtök fatlaðra hvort farið verður fljótt og vel í brýna uppstokkun á kerfinu, öllu samfélaginu til hagsbóta. Tíminn er núna! Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar