

Hefjum upp umræðuna
Í úrskurði mínum komst ég að þeirri niðurstöðu að nokkur atriði tengd þessu máli væru alls ekki nægilega vel upplýst til að hægt væri að taka endanlega ákvörðun um það hvort Suðvesturlína ætti að fara í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Vegna þessara annmarka ákvað ég að fela Skipulagsstofnun að skoða málið betur. Það er skylda mín sem ráðherra að sjá til þess að mál séu nægilega vel upplýst áður en ég kemst að endanlegri niðurstöðu í svona mikilvægu máli.
StöðugleikasáttmálinnÍ umræðu í fjölmiðlum hefur verið vísað til þess að ákvörðun mín fari gegn stöðugleikasáttmálanum og að miklar tafir verði á framkvæmdum tengdum álverinu í Helguvík.
Ég er þess fullviss að engin þeirra sem kom að gerð stöðugleikasáttmálans hafi haft það í huga að afsláttur yrði gefinn á lögum um mat á umhverfisáhrifum til að flýta fyrir framkvæmdum. Markmið laganna er að tryggja að umhverfisáhrif framkvæmda hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim, draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Síðast en ekki síst er markmið laganna að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en ákvarðanir eru teknar. Með því að óska eftir nánari upplýsingum frá Skipulagsstofnun tel ég mig hafa verið að gæta þess að allar upplýsingar liggi fyrir svo að ég og allir hagsmunaaðilar, almenningur þar á meðal, geti gert sér grein fyrir umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
ÓvissuþættirÞá hefur verið látið að því liggja að með úrskurði mínum sé ég að tefja framkvæmd verkefnisins og þar með að koma í veg fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Þetta er beinlínis rangt.
Óvissuþættir varðandi framkvæmdina í Helguvík eru fjölmargir, svo sem orkuöflun og fjármögnun. Orka er að mestu tryggð fyrir 180.000 tonna álver en hins vegar er gert ráð fyrir að álverið verði 360.000 tonn í fullri stærð. Fátt er fast í hendi varðandi orkuöflun álversins í fullri stærð. Enn er ekki vitað hvaðan sú orka á að koma eða hvort hún sé yfir höfuð til. Ekki þarf að fara mörgum orðum um stöðu orkufyrirtækja og möguleika þeirra til að fá fjármagn til framkvæmda. Það var því ekki úrskurður minn sem setti þetta mál í uppnám, heldur er mörgum öðrum spurningum ósvarað um framkvæmdina.
Þau gildi sem núverandi ríkisstjórn hefur að leiðarljósi í störfum sínum eru m.a. aukið lýðræði, opnari stjórnsýsla, aukið gagnsæi og sjálfbær þróun. Í þessu felst að allar ákvarðanir stjórnvalda verða að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, líka þeirra sem erfa munu landið. Ég legg því til að við sem tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á komandi kynslóðir ræðum um umhverfismál eins og fullorðið fólk án þess að fara í þann skotgrafahernað sem allt of lengi hefur einkennt málaflokkinn.
Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar