Bradford: Fékk góðar fréttir frá læknunum og verður með í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2009 18:30 Nick Bradford í síðasta leik með Grindavík á móti ÍR. Mynd/Rósa Nick Bradford hefur fengið leyfi frá læknum til þess að spila með Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta en kappinn lenti í því að það leið yfir hann eftir að hann fékk sprautu hjá lækni í vikunni. „Ég vissi ekki hvort ég gæti verið með í fyrsta leiknum en ég fékk góðar fréttir frá læknunum og allt er í góðu lagi," sagði Nick sem hefur hugsað vel um sig og fer alltaf árlega í læknisskoðun. „Mér var brugðið eins og öðrum. Ég ætlaði bara að fara að fá sprautu en svo svimaði mér og það leið yfir mig," lýsir Nick Bradford og bætir við. "Mér líður miklu betur núna og hlakka bara til að fara að spila." Bradford hefur aldrei lent í svona áður en það skipti mestu máli að læknarnir gátu fullvissað sig um að það væri allt í lagi með hjartað en það leið yfir hann þegar blóðþrýstingur hans datt skyndilega niður. „Ég hef nefbotnað nokkrum sinnum en hef aldrei lent í einhverju eins og þessu. Ég þakklátur að ekki fór verr og er jafnframt tilbúinn að gleyma þessu. Það eina sem minnir mig á þetta er að sjá sporin á hökunni þegar ég kíki í spegil," sagði Nick Bradford sem þurfti að láta sauma 12 spor í hökuna sína og laga nokkrar tennur sem duttu út. Framundan eru leikir á móti Snæfelli sem vann eins stigs sigur á Grindavík í deildinni á dögunum. „Ég spilaði ekki vel í síðasta leik á móti þeim og ætla að bæta það. Við vitum að við þurfum að gefa rétta tóninn í fyrsta leiknum í seríunni og sýna að við erum tilbúnir og ætlum okkur lengra," segir Nick sem var ánægður með einvígið á móti ÍR sem Grindavík vann 2-0 og varð fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin. „Þetta voru ekki léttir leikir á móti ÍR. Við komum bara einbeittir til leiks og spiluðum vel varnarlega. Við vorum að spila bestu vörnina sem við höfum spilað síðast mánuðinn. Vörnin skiptir okkur öllum máli því við getum sett boltann í körfuna. Við verðum bara að halda einbeitingunni í vörninni," segir Nick. Dominos-deild karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Nick Bradford hefur fengið leyfi frá læknum til þess að spila með Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta en kappinn lenti í því að það leið yfir hann eftir að hann fékk sprautu hjá lækni í vikunni. „Ég vissi ekki hvort ég gæti verið með í fyrsta leiknum en ég fékk góðar fréttir frá læknunum og allt er í góðu lagi," sagði Nick sem hefur hugsað vel um sig og fer alltaf árlega í læknisskoðun. „Mér var brugðið eins og öðrum. Ég ætlaði bara að fara að fá sprautu en svo svimaði mér og það leið yfir mig," lýsir Nick Bradford og bætir við. "Mér líður miklu betur núna og hlakka bara til að fara að spila." Bradford hefur aldrei lent í svona áður en það skipti mestu máli að læknarnir gátu fullvissað sig um að það væri allt í lagi með hjartað en það leið yfir hann þegar blóðþrýstingur hans datt skyndilega niður. „Ég hef nefbotnað nokkrum sinnum en hef aldrei lent í einhverju eins og þessu. Ég þakklátur að ekki fór verr og er jafnframt tilbúinn að gleyma þessu. Það eina sem minnir mig á þetta er að sjá sporin á hökunni þegar ég kíki í spegil," sagði Nick Bradford sem þurfti að láta sauma 12 spor í hökuna sína og laga nokkrar tennur sem duttu út. Framundan eru leikir á móti Snæfelli sem vann eins stigs sigur á Grindavík í deildinni á dögunum. „Ég spilaði ekki vel í síðasta leik á móti þeim og ætla að bæta það. Við vitum að við þurfum að gefa rétta tóninn í fyrsta leiknum í seríunni og sýna að við erum tilbúnir og ætlum okkur lengra," segir Nick sem var ánægður með einvígið á móti ÍR sem Grindavík vann 2-0 og varð fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin. „Þetta voru ekki léttir leikir á móti ÍR. Við komum bara einbeittir til leiks og spiluðum vel varnarlega. Við vorum að spila bestu vörnina sem við höfum spilað síðast mánuðinn. Vörnin skiptir okkur öllum máli því við getum sett boltann í körfuna. Við verðum bara að halda einbeitingunni í vörninni," segir Nick.
Dominos-deild karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira