Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur neyðst til þess að gera eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Færeyjum í Kórnum á sunnudag.
Blikinn Kristinn Jónsson kemur inn í stað FH-ingsins Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar sem er meiddur. Kristinn spilaði mikið með Blikum síðasta sumar og vakti verðskuldaða athygli fyrir vasklega framgöngu.
Leikurinn fer fram eins og áður segir í Kórnum á sunnudag og hefst klukkan 14.00.