Kristín Jóhanna Clausen, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, íhugar að taka sér frí í eitt ár frá handboltanum. Frá þessu greinir vefsíðan sport.is.
„Ég er ekki búin að taka endanlega ákvörðun, en eins og staðan er í dag er ég á leiðinni í frí", sagði Kristín í samtali við vefsíðuna. „Ég er búin að vera í boltanum ansi lengi og mig langar svolítið til að gera aðra hluti, svona til tilbreytingar."
„Ég mæti á æfingar í næstu viku og sé hvort það kviknar einhver neisti," sagði Kristín en hún segir það ekki í myndinni að spila fyrir annað lið en Stjörnuna.
Kristín Clausen á leið í frí frá handbolta?
Elvar Geir Magnússon skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti



Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn

Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram
Handbolti

