Umfjöllun: Enginn meistarabragur á Haukum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2009 19:51 Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka. Mynd/Anton Það er lítil reisn yfir byrjun Íslandsmeistara Hauka á tímabilinu í ár. Liðið marði Stjörnuna í fyrsta leik og skoraði þar aðeins 17 mörk. Í kvöld gerði liðið síðan jafntefli við Akureyri, 24-24. Norðanmenn leiddu lengstum í fyrri hálfleik en Haukar áttu fínan lokakafla í hálfleiknum og komust marki yfir. 13-12 í hálfleik. Síðari hálfleikur var afar fjörugur þar sem liðin skiptust á að leiða. Akureyri virtist samt vera að taka leikinn í stöðunni 17-19 en þá kom Birkir Ívar aftur í mark Hauka og hann hreinlega varði Hauka inn í leikinn aftur með frábærri markvörslu. Hann varði meðal annars tvö skot í síðustu sókn Akureyrar og sá til þess að Haukar fengu tækifæri til að stela sigrinum. Það gekk ekki eftir því Hafþór varði lokaskotið frá Sigurbergi. Jafntefli þó sanngjörn niðurstaða. Haukarnir eru engan veginn að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Þeim er vissulega vorkunn í því að Sigurbergur er enn að komast í form eftir meiðsli en allt of margir leikmenn liðsins eru að valda vonbrigðum. Björgvin hefur byrjað illa og var með skelfilega skotnýtingu í kvöld. Tjörvi Þorgeirsson virkar stressaður og ekki tilbúinn í slaginn með stóru strákunum. Pétur Pálsson spilar vel á línunni en slíkt hið sama verður ekki sagt um Elías Má, Freyr Brynjarsson og fleiri sem ættu að draga Haukavagninn. Birkir hefur verið að verja vel í markinu en sóknarleikur Hauka er afar slakur og liðið verður í basli þar til hann kemst í lag. Akureyringar mega vel una við sitt. Voru án tveggja lykilmanna í vörninni en spiluðu samt fantavörn á köflum. Hafþór varði vel á köflum og Heimir dró vagninn í sókninni er á þurfti að halda. Jónatan nýttist liðinu vel en Árni Þór var alveg skelfilegur og átti enn einn vonbrigðaleikinn. Oddur Grétarsson er gríðarlegt efni sem sýndi flotta takta og Hreinn var fastur fyrir í vörninni. Haukar-Akureyri 24-24 (13-12) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/3 (16/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Pétur Pálsson 5 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (32/3) 50%, Aron Rafn Eðvarðsson 7 (15) 47%.Hraðaupphlaup: 3 (Elías, Heimir, Stefán).Fiskuð víti: 3 (Pétur, Einar, Björgvin).Utan vallar: 6 mín. Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/3), Heimir Örn Árnason 6 (12), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Jónatan Magnússon 2 (5), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Halldór Logi Árnason 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (32/2) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Árni 2, Oddur 2, Hreinn).Fiskuð víti: 3 (Árni, Jónatan, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Það er lítil reisn yfir byrjun Íslandsmeistara Hauka á tímabilinu í ár. Liðið marði Stjörnuna í fyrsta leik og skoraði þar aðeins 17 mörk. Í kvöld gerði liðið síðan jafntefli við Akureyri, 24-24. Norðanmenn leiddu lengstum í fyrri hálfleik en Haukar áttu fínan lokakafla í hálfleiknum og komust marki yfir. 13-12 í hálfleik. Síðari hálfleikur var afar fjörugur þar sem liðin skiptust á að leiða. Akureyri virtist samt vera að taka leikinn í stöðunni 17-19 en þá kom Birkir Ívar aftur í mark Hauka og hann hreinlega varði Hauka inn í leikinn aftur með frábærri markvörslu. Hann varði meðal annars tvö skot í síðustu sókn Akureyrar og sá til þess að Haukar fengu tækifæri til að stela sigrinum. Það gekk ekki eftir því Hafþór varði lokaskotið frá Sigurbergi. Jafntefli þó sanngjörn niðurstaða. Haukarnir eru engan veginn að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Þeim er vissulega vorkunn í því að Sigurbergur er enn að komast í form eftir meiðsli en allt of margir leikmenn liðsins eru að valda vonbrigðum. Björgvin hefur byrjað illa og var með skelfilega skotnýtingu í kvöld. Tjörvi Þorgeirsson virkar stressaður og ekki tilbúinn í slaginn með stóru strákunum. Pétur Pálsson spilar vel á línunni en slíkt hið sama verður ekki sagt um Elías Má, Freyr Brynjarsson og fleiri sem ættu að draga Haukavagninn. Birkir hefur verið að verja vel í markinu en sóknarleikur Hauka er afar slakur og liðið verður í basli þar til hann kemst í lag. Akureyringar mega vel una við sitt. Voru án tveggja lykilmanna í vörninni en spiluðu samt fantavörn á köflum. Hafþór varði vel á köflum og Heimir dró vagninn í sókninni er á þurfti að halda. Jónatan nýttist liðinu vel en Árni Þór var alveg skelfilegur og átti enn einn vonbrigðaleikinn. Oddur Grétarsson er gríðarlegt efni sem sýndi flotta takta og Hreinn var fastur fyrir í vörninni. Haukar-Akureyri 24-24 (13-12) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/3 (16/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Pétur Pálsson 5 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (32/3) 50%, Aron Rafn Eðvarðsson 7 (15) 47%.Hraðaupphlaup: 3 (Elías, Heimir, Stefán).Fiskuð víti: 3 (Pétur, Einar, Björgvin).Utan vallar: 6 mín. Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/3), Heimir Örn Árnason 6 (12), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Jónatan Magnússon 2 (5), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Halldór Logi Árnason 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (32/2) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Árni 2, Oddur 2, Hreinn).Fiskuð víti: 3 (Árni, Jónatan, Halldór).Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira