Kári: Ekki í handbolta til að meiða menn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2009 16:45 Kári Kristján Kristjánsson í leiknum í gær. Mynd/Stefán Kári Kristján Kristjánsson neitar því að hann hafi viljandi gefið Sigurði Eggertssyni olnbogaskot í leik Hauka og Vals í gær. Sigurður rifbeinsbrotnaði í leiknum og verður ekki meira með Val í úrslitakeppninni. Haukar unnu í gær fimm marka sigur á Val, 29-24, og tóku þar með 1-0 forystu í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla. „Ég gerði þetta ekki viljandi," sagði Kári Kristján í samtali við Vísi. „Ég hringdi í hann eftir leik og bað hann afsökunar á þessu en ég er ekki í handbolta til að meiða aðra leikmenn. Það græðir enginn á því." „Sigurður er gríðarlega snöggur leikmaður og mín fyrstu viðbrögð voru að lyfta hendinni í hann. Það er leiðinlegt að þetta hafi farið svona." „Ég var ekki að einsetja mér að meiða hann né nokkurn annan enda spila ég ekki þannig." „Þetta var gríðarlega harður leikur á báða bóga. Við höfum fengið þann stimpil á okkur undanfarnar vikur að við séum grófir en ég vil ekki taka undir það. Við spilum bara þétt og fast." „Mér fannst Valsararnir spila líka virkilega fast og þýðir ekkert að fela sig á bakvið annað. Hvað þá að benda á Haukana." Kári á þó von á því að vera í strangri gæslu þeirra dómara sem koma til með að dæma næsta leik. „Ég geri mér grein fyrir því að ég fæ eflaust eitt eða tvö blikk frá dómurunum." „En við ætlum ekki að hörfa frá vegna einhverra umræðana. Við stefnum á að vinna alla leiki og það kemur ekki til með að breytast á morgun." Næsti leikur liðanna í rimmunni verður í Vodafone-höllinni annað kvöld. Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Viljandi hjá Kára Sigurður Eggertsson, leikmaður Vals, segir að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi viljandi gefið sér olnbogaskot sem varð til þess að hann rifbeinsbrotnaði í leik liðanna í gær. 28. apríl 2009 16:08 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson neitar því að hann hafi viljandi gefið Sigurði Eggertssyni olnbogaskot í leik Hauka og Vals í gær. Sigurður rifbeinsbrotnaði í leiknum og verður ekki meira með Val í úrslitakeppninni. Haukar unnu í gær fimm marka sigur á Val, 29-24, og tóku þar með 1-0 forystu í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla. „Ég gerði þetta ekki viljandi," sagði Kári Kristján í samtali við Vísi. „Ég hringdi í hann eftir leik og bað hann afsökunar á þessu en ég er ekki í handbolta til að meiða aðra leikmenn. Það græðir enginn á því." „Sigurður er gríðarlega snöggur leikmaður og mín fyrstu viðbrögð voru að lyfta hendinni í hann. Það er leiðinlegt að þetta hafi farið svona." „Ég var ekki að einsetja mér að meiða hann né nokkurn annan enda spila ég ekki þannig." „Þetta var gríðarlega harður leikur á báða bóga. Við höfum fengið þann stimpil á okkur undanfarnar vikur að við séum grófir en ég vil ekki taka undir það. Við spilum bara þétt og fast." „Mér fannst Valsararnir spila líka virkilega fast og þýðir ekkert að fela sig á bakvið annað. Hvað þá að benda á Haukana." Kári á þó von á því að vera í strangri gæslu þeirra dómara sem koma til með að dæma næsta leik. „Ég geri mér grein fyrir því að ég fæ eflaust eitt eða tvö blikk frá dómurunum." „En við ætlum ekki að hörfa frá vegna einhverra umræðana. Við stefnum á að vinna alla leiki og það kemur ekki til með að breytast á morgun." Næsti leikur liðanna í rimmunni verður í Vodafone-höllinni annað kvöld.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Viljandi hjá Kára Sigurður Eggertsson, leikmaður Vals, segir að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi viljandi gefið sér olnbogaskot sem varð til þess að hann rifbeinsbrotnaði í leik liðanna í gær. 28. apríl 2009 16:08 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Sigurður: Viljandi hjá Kára Sigurður Eggertsson, leikmaður Vals, segir að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi viljandi gefið sér olnbogaskot sem varð til þess að hann rifbeinsbrotnaði í leik liðanna í gær. 28. apríl 2009 16:08