Hanna G. Stefánsdóttir skoraði sautján mörk fyrir Hauka sem vann stóran sigur á Fylki í N1-deild kvenna í kvöld, 42-26.
Staðan í hálfleik var 22-14, heimamönnum í vil. Erna Þráinsdóttir skoraði fimm mörk og fjórir leikmenn skoruðu fjögur hver.
Sunna Jónsdóttir var markahæst hjá Fylki með sjö mörk. Sunna María Einarsdóttir skoraði sex og Hanna Rut Sigurjónsdóttir fimm.
Haukar eru með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Stjarnan kemur næst með 28 stig en á leik til góða.
Fylkir er á botni deildarinnar með fimm stig.
Sautjándu umferð lýkur svo á morgun er þrír leikir fara fram, allir klukkan 16.00:
Fram - Grótta
Valur - Stjarnan
FH - HK
Hanna með sautján í stórsigri Hauka
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn


Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
