Sparisjóðirnir óska eftir 25 milljörðum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 18. mars 2009 00:01 Framtíðarsýn sparisjóðanna kynnt. Gísli Jafetsson og Guðjón Guðmundsson segja mikilvægt að tryggja tilvist sparisjóða landsins. Mynd/GVA „Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Guðjón segir mikilvægt að sparisjóðirnir sinni hlutverki sínu í nærsamfélaginu og haldi greiðslumiðlun við útlönd á lífi. Eins og staðan sé í dag séu sparisjóðirnir einir um slíkt fyrir tilstuðlan Sparisjóðabankans á sama tíma og greiðslumiðlun viðskiptabankanna þriggja við útlönd, sem ríkið tók yfir í október, fari öll í gegnum Seðlabankann. Sparisjóðirnir eru hins vegar veikburða, laskaðir eftir bankahrunið, og verði að leita allra leiða til að halda þeim gangandi. Þrír sparisjóðir ýmist hafa eru við það að sækja um eiginfjárframlag til fjármálaráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Eiginfjárframlagið miðast lögum samkvæmt við eiginfjárstöðu sparisjóða í árslok 2007 en þá nam hún í heildina 127 milljörðum króna. Miðað við það getur framlag ríkisins orðið að hámarki 25,4 milljarðar króna. Tæpur helmingur framlagsins fellur í skaut Byrs, eða 10,5 milljarðar króna. Fimm milljarðar króna fara til Sparisjóðs Keflavíkur fái umsókn sparisjóðsins vilyrði um framlag. Eins og fram kom á föstudag í síðustu viku ætlar stjórn Byrs að sækja um framlag til fjármálaráðherra í vikunni. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra. Inni í tapinu er arðgreiðsla stofnfjáreigenda upp á 13,5 milljarða króna, líkt og áður hefur komið fram. Guðjón benti á að þótt arðgreiðsla stofnfjáreigenda Byrs hafi verið umdeilanleg verði að horfa til þess að þeir hafi lagt sjóðnum til 26 milljarða króna árið á undan. Þótt þeir hafi fengið helming á móti í arð sé útlit fyrir að eignarhlutur þeirra þynnist gangi áætlanir eftir um eiginfjárframlag ríkisins. Guðjón og Gísli Jafetsson, forstöðumaður fræðslu- og upplýsingamála sparisjóðanna, kynntu framtíðarsýn sparisjóðanna í gær. Tillögurnar hafa verið kynntar ráðamönnum. Þar er lögð áhersla á mikilvægi sparisjóðanna fyrir einstaklinga og millistór fyrirtæki landsins. Tillögurnar fela í sér að sparisjóðunum verði veittar víðtækar heimildir til sameiningar. Gangi það eftir muni sparisjóðum fækka um tæpan helming, eða úr fjórtán í mesta lagi átta. Stefnt er að því að einn til tveir verði starfræktir á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þá hafa sparisjóðirnir áætlanir uppi um uppbyggingu á þéttriðnu útibúaneti um allt land, svo sem með yfirtöku eða kaupum á útibúum gömlu viðskiptabankanna. Stefnt er að því að útibú sparisjóðanna verði um sextíu þegar upp verði staðið. Markaðir Viðskipti Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
„Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Guðjón segir mikilvægt að sparisjóðirnir sinni hlutverki sínu í nærsamfélaginu og haldi greiðslumiðlun við útlönd á lífi. Eins og staðan sé í dag séu sparisjóðirnir einir um slíkt fyrir tilstuðlan Sparisjóðabankans á sama tíma og greiðslumiðlun viðskiptabankanna þriggja við útlönd, sem ríkið tók yfir í október, fari öll í gegnum Seðlabankann. Sparisjóðirnir eru hins vegar veikburða, laskaðir eftir bankahrunið, og verði að leita allra leiða til að halda þeim gangandi. Þrír sparisjóðir ýmist hafa eru við það að sækja um eiginfjárframlag til fjármálaráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Eiginfjárframlagið miðast lögum samkvæmt við eiginfjárstöðu sparisjóða í árslok 2007 en þá nam hún í heildina 127 milljörðum króna. Miðað við það getur framlag ríkisins orðið að hámarki 25,4 milljarðar króna. Tæpur helmingur framlagsins fellur í skaut Byrs, eða 10,5 milljarðar króna. Fimm milljarðar króna fara til Sparisjóðs Keflavíkur fái umsókn sparisjóðsins vilyrði um framlag. Eins og fram kom á föstudag í síðustu viku ætlar stjórn Byrs að sækja um framlag til fjármálaráðherra í vikunni. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra. Inni í tapinu er arðgreiðsla stofnfjáreigenda upp á 13,5 milljarða króna, líkt og áður hefur komið fram. Guðjón benti á að þótt arðgreiðsla stofnfjáreigenda Byrs hafi verið umdeilanleg verði að horfa til þess að þeir hafi lagt sjóðnum til 26 milljarða króna árið á undan. Þótt þeir hafi fengið helming á móti í arð sé útlit fyrir að eignarhlutur þeirra þynnist gangi áætlanir eftir um eiginfjárframlag ríkisins. Guðjón og Gísli Jafetsson, forstöðumaður fræðslu- og upplýsingamála sparisjóðanna, kynntu framtíðarsýn sparisjóðanna í gær. Tillögurnar hafa verið kynntar ráðamönnum. Þar er lögð áhersla á mikilvægi sparisjóðanna fyrir einstaklinga og millistór fyrirtæki landsins. Tillögurnar fela í sér að sparisjóðunum verði veittar víðtækar heimildir til sameiningar. Gangi það eftir muni sparisjóðum fækka um tæpan helming, eða úr fjórtán í mesta lagi átta. Stefnt er að því að einn til tveir verði starfræktir á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þá hafa sparisjóðirnir áætlanir uppi um uppbyggingu á þéttriðnu útibúaneti um allt land, svo sem með yfirtöku eða kaupum á útibúum gömlu viðskiptabankanna. Stefnt er að því að útibú sparisjóðanna verði um sextíu þegar upp verði staðið.
Markaðir Viðskipti Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira