Einar Árni Jóhannsson, fráfarandi þjálfari Breiðabliks í Iceland Express deild karla, mun ekki þjálfa meistaraflokk á næsta ári.
Einar Árni er kominn aftur í Njarðvík þar sem hann verður yfirþjálfari yngri flokka félagsins næstu fimm árin. Þetta kemur fram á Karfan.is.
Einar Árni er úr Njarðvík og var búinn að þjálfa í fimmtán ár hjá félaginu þegar hann fór til Breiðabliks sumarið 2007. Hann kom Blikum upp í úrvalsdeild á fyrsta ári og síðan inn í úrslitakeppnina á öðru ári.