Það er enn gott að vera Íslendingur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 31. desember 2009 06:00 Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka! Sjálfsagt er ekki til ófrumlegri byrjun á áramótagrein, en mörgum mun eflaust þykja þetta brot úr ljóð Valdimars Briem hafa jákvæðari merkingu núna en oft áður. Líklega vilja fæstir fá þetta erfiða ár aftur. Það er eins og hafís hafi legið við strendur landsins. Eilífur kuldi, engin spretta og engin uppskera. Var eitthvað hægt að gera kunna margir að segja, var ekki allt hrunið, gátum við gert betur, eitthvað öðruvísi? Já. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafi verið hægt að gera betur. Mun betur. Það hefur verið gæfa Íslendinga, allt frá upphafi byggðar, að þrátt fyrir marga kalda vetur og vot sumur hefur uppgjöf ekki verið valkostur. Sá baráttuandi sem landið og aðstæður þess hafa blásið íbúunum í brjóst hefur alltaf haft sigur. Þennan eiginleika verður að virkja við þær erfiðu aðstæður sem uppi eru. Gefa verður fólki trú á, að það sem verið er að gera muni skila sér í bættum hag til skemmri og lengri tíma litið. Það hefur ekki tekist sem skyldi. Tökum tvö dæmi; sáralítið hefur verið komið til móts við fólk sem lenti í gífurlegum hækkunum lána vegna aðstæðna sem það ber ekki ábyrgð á, á sama tíma og fjármagnseigendur héldu öllu sínu. Það var gott að vernda sparifjáreigendur, en ósanngjarnt að fórna þeim skuldsettu. Í öðru lagi má nefna að sú tilfinningin bærist með mörgum að stjórnvöld hafi í raun ekki lagt sig öll fram við að halda sjónarmiðum Íslendinga á lofti í deilunni um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningunum. Bretar og Hollendingar, með fulltingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sóttu að Íslendingum með niðurlægjandi hætti. Nota hefði átt andstöðuna við þetta mál hér innanlands, til að sameina þjóðina. Vekja þá von í brjósti að verið væri að berjast fyrir hennar hag. Það var slælega gert. Stjórnvöld hafa barist fyrir því að fá óréttlætið samþykkt á Alþingi og lögum sem Bretar og Hollendingar í raun sömdu, er þvingað í gegnum þingið. Þetta misbýður réttlætiskennd fólks og einnig hvernig að öllu þessu vonda máli var staðið. Það er gott að vera Íslendingur og oftast gaman. Landið mótar lífsviðhorf okkar og af landinu hefur þjóðin lifað. Svo mun verða áfram og tækifærin hafa kannski aldrei verið eins mörg og nú um stundir. Gæði okkar eru eftirsóknarverð; mannauðurinn, fiskurinn, orkan, hugvitið, kalda vatnið, heita vatnið, hreina loftið, það er sama hvar okkur ber niður. Í raun eru kostir landsins ótrúlega margir þrátt fyrir allt. Verkefni stjórnmálamanna er að sjá til þess að framtaksamir einstaklingar fái notið sín til heilla fyrir þjóðina. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða hvað fólk tekur sér fyrir hendur, heldur setja almennar reglur um hvernig hlutirnir eru gerðir, þannig að allir sitji við sama borð. Það er nóg til af fólki á Íslandi sem vill láta til sín taka, það þarf bara að skapa umgjörðina svo þetta fólk komist af stað. Það verður ekki gert með stórfelldum skattahækkunum eða innbyrðis deilum í ríkisstjórn um, hvað má og hvað má ekki. Þjóðin þarf að finna það og sjá að verið sé að berjast fyrir hagsmunum hennar. Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeim efnum hafi ríkisstjórnin brugðist. Ekki af því að hana skorti viljann, heldur af því að hún fór ranga leið. Stjórnin telur að sín leið muni skila sér eftir langa mæðu, og við skulum vona að svo verði, en hefðbundin ráð vinstri manna munu ekki nú frekar en endranær færa okkur þá hagsæld sem að er stefnt. Sagan hefur kennt okkur að öfgarnar til hægri og vinstri eru varasamar. Það á sérstaklega við um Íslendinga. Það er hreinlega andstætt eðli þeirra að láta yfirvöld gína yfir öllu, stóru smáu, og skammta sér úr hnefa. Íslendingar hafa ríka sjálfsbjargarviðleitni, þurfa atvinnu og athafnafrelsi, en ekki gamaldags og hættulega forræðishyggju. Verkefni nýs árs verður að búa svo um hnútana að hér eflist atvinnulíf, því það verður að draga úr atvinnuleysi. Atvinnuleysið er undirrót svo margra annarra vandamála, að á því verður að taka af meiri hörku en gert hefur verið. Lífsbaráttan öðlast nýjan tilgang með vinnu, fólk getur staðið betur í skilum og vonin um að til einhvers sé barist kviknar á ný. Ég hef engar áhyggjur af okkur ef við nýtum sóknarfærin. Það er gott að vera Íslendingur í þeirri baráttu sem fram undan er, og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum, eins og ég hef reynt að gera allt þetta ár. Höfum hugfast að það er í lagi að bogna um skeið, en brotna megum við aldrei. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka! Sjálfsagt er ekki til ófrumlegri byrjun á áramótagrein, en mörgum mun eflaust þykja þetta brot úr ljóð Valdimars Briem hafa jákvæðari merkingu núna en oft áður. Líklega vilja fæstir fá þetta erfiða ár aftur. Það er eins og hafís hafi legið við strendur landsins. Eilífur kuldi, engin spretta og engin uppskera. Var eitthvað hægt að gera kunna margir að segja, var ekki allt hrunið, gátum við gert betur, eitthvað öðruvísi? Já. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafi verið hægt að gera betur. Mun betur. Það hefur verið gæfa Íslendinga, allt frá upphafi byggðar, að þrátt fyrir marga kalda vetur og vot sumur hefur uppgjöf ekki verið valkostur. Sá baráttuandi sem landið og aðstæður þess hafa blásið íbúunum í brjóst hefur alltaf haft sigur. Þennan eiginleika verður að virkja við þær erfiðu aðstæður sem uppi eru. Gefa verður fólki trú á, að það sem verið er að gera muni skila sér í bættum hag til skemmri og lengri tíma litið. Það hefur ekki tekist sem skyldi. Tökum tvö dæmi; sáralítið hefur verið komið til móts við fólk sem lenti í gífurlegum hækkunum lána vegna aðstæðna sem það ber ekki ábyrgð á, á sama tíma og fjármagnseigendur héldu öllu sínu. Það var gott að vernda sparifjáreigendur, en ósanngjarnt að fórna þeim skuldsettu. Í öðru lagi má nefna að sú tilfinningin bærist með mörgum að stjórnvöld hafi í raun ekki lagt sig öll fram við að halda sjónarmiðum Íslendinga á lofti í deilunni um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningunum. Bretar og Hollendingar, með fulltingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sóttu að Íslendingum með niðurlægjandi hætti. Nota hefði átt andstöðuna við þetta mál hér innanlands, til að sameina þjóðina. Vekja þá von í brjósti að verið væri að berjast fyrir hennar hag. Það var slælega gert. Stjórnvöld hafa barist fyrir því að fá óréttlætið samþykkt á Alþingi og lögum sem Bretar og Hollendingar í raun sömdu, er þvingað í gegnum þingið. Þetta misbýður réttlætiskennd fólks og einnig hvernig að öllu þessu vonda máli var staðið. Það er gott að vera Íslendingur og oftast gaman. Landið mótar lífsviðhorf okkar og af landinu hefur þjóðin lifað. Svo mun verða áfram og tækifærin hafa kannski aldrei verið eins mörg og nú um stundir. Gæði okkar eru eftirsóknarverð; mannauðurinn, fiskurinn, orkan, hugvitið, kalda vatnið, heita vatnið, hreina loftið, það er sama hvar okkur ber niður. Í raun eru kostir landsins ótrúlega margir þrátt fyrir allt. Verkefni stjórnmálamanna er að sjá til þess að framtaksamir einstaklingar fái notið sín til heilla fyrir þjóðina. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða hvað fólk tekur sér fyrir hendur, heldur setja almennar reglur um hvernig hlutirnir eru gerðir, þannig að allir sitji við sama borð. Það er nóg til af fólki á Íslandi sem vill láta til sín taka, það þarf bara að skapa umgjörðina svo þetta fólk komist af stað. Það verður ekki gert með stórfelldum skattahækkunum eða innbyrðis deilum í ríkisstjórn um, hvað má og hvað má ekki. Þjóðin þarf að finna það og sjá að verið sé að berjast fyrir hagsmunum hennar. Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeim efnum hafi ríkisstjórnin brugðist. Ekki af því að hana skorti viljann, heldur af því að hún fór ranga leið. Stjórnin telur að sín leið muni skila sér eftir langa mæðu, og við skulum vona að svo verði, en hefðbundin ráð vinstri manna munu ekki nú frekar en endranær færa okkur þá hagsæld sem að er stefnt. Sagan hefur kennt okkur að öfgarnar til hægri og vinstri eru varasamar. Það á sérstaklega við um Íslendinga. Það er hreinlega andstætt eðli þeirra að láta yfirvöld gína yfir öllu, stóru smáu, og skammta sér úr hnefa. Íslendingar hafa ríka sjálfsbjargarviðleitni, þurfa atvinnu og athafnafrelsi, en ekki gamaldags og hættulega forræðishyggju. Verkefni nýs árs verður að búa svo um hnútana að hér eflist atvinnulíf, því það verður að draga úr atvinnuleysi. Atvinnuleysið er undirrót svo margra annarra vandamála, að á því verður að taka af meiri hörku en gert hefur verið. Lífsbaráttan öðlast nýjan tilgang með vinnu, fólk getur staðið betur í skilum og vonin um að til einhvers sé barist kviknar á ný. Ég hef engar áhyggjur af okkur ef við nýtum sóknarfærin. Það er gott að vera Íslendingur í þeirri baráttu sem fram undan er, og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum, eins og ég hef reynt að gera allt þetta ár. Höfum hugfast að það er í lagi að bogna um skeið, en brotna megum við aldrei. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar